Stjórn og stjórnarhættir

Stjórn

Kristján Þórarinn Davíðsson

Formaður stjórnar


Menntun:

Sjávarútvegsfræðingur M.Sc. frá Sjávarútvegsháskólanum í Tromsö, Noregi. Skipstjórnarpróf I. stigs frá Stýrimannaskóla Íslands. Próf Fjármálaeftirlitsins fyrir stjórnarmenn fjármálafyrirtækja og námskeið Háskólans í Reykjavík og Bedriftsökonomisk Institutt (BI), Oslo, Noregi, í stjórnarstörfum.

Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:

Mars 2019

Starfsreynsla:

Rekur eigið ráðgjafar- og fjárfestingafyrirtæki Viðskiptaþróun ehf. og fjárfestingafyrirtækið ISDER ehf. Hefur starfað í sjávarútvegi á alþjóðavettvangi í rúma þrjá áratugi eftir nám, m.a. við markaðs- og sölumál, fjármál, fyrirtækjarekstur og stjórnun m.a. hjá Norfish Export Co., SÍF, Marel, Íslandsbanka/Glitni, Granda/HB Granda og Iceland Seafood International.

Önnur stjórnarstörf:

Hefur verið stjórnarmaður í fyrirtækjum í Noregi, Perú, Síle og á Íslandi um árabil, m.a. í Landsbankanum, Corporacion Pesquera Inca, Pesquera Friosur og Vaka. Nú stjórnarformaður Völku og Snerpu, stjórnarmaður í Olivita, Sjótækni, Hamravík og Polar Togbúnaði, varamaður í stjórn Almenna lífeyrissjóðsins.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Anna G. Sverrisdóttir

Stjórnarmaður


Menntun:

Stundaði diplómanám við Ökonomisk Faghögskole í Þrándheimi, með áherslu á endurskoðun og mannauðsmál (er nú hluti af Norges Teknisk Naturvitenskapelige Universitet í Þrándheimi-NTNU) og var áður í Verzlunarskóla Íslands.

Fyrst kjörin í stjórn Brims hf.:

28. apríl 2016.

Starfsreynsla:

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi, AGMOS ehf., sinnir afmörkuðum verkefnum fyrir Samtök ferðaþjónustunnar SAF. Reynsla úr atvinnulífinu er margvísleg. Hefur einkum unnið við fjármál og framkvæmdastjórn, m.a. hjá eftirfarandi fyrirtækjum: Bláa Lóninu, Laugarvatni Fontana, Viðskiptablaðinu, Vöku-Helgafelli, Íslenska Útvarpsfélaginu (Stöð 2) og Arnarflugi, auk þess að hafa starfað hjá Endurskoðunarskrifstofu Björns og Ara (er nú hluti af Deloitte), Útgerðarfélaginu Hilmi sf. og Landsbankanum.

Önnur stjórnarstörf:

Á sæti í stjórnum: Bláa Lónsins hf., Hreyfingar ehf., AGMOS ehf. Fyrri stjórnarseta m.a. í eftirfarandi félögum og stofnunum: Into the Glacier ehf, Lífeyrissjóði verzlunarmanna, Framkvæmdasjóði ferðamannastaða, Útflutningsráði, Ferðamálaráði, Samtökum ferðaþjónustunnar og Arnarflugi hf. Hefur auk þess verið mjög virk í nokkrum frjálsum félagasamtökum. Hefur einnig sinnt margvíslegum nefndarstörfum fyrir atvinnuvega-, utanríkis-, samgöngu- og umhverfisráðuneyti.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Guðmundur Kristjánsson

Stjórnarmaður


Menntun:

Viðskipta- og markaðsfræði frá Salem State College, Salem Massachusetts, USA.
Útgerðartæknir frá Tækniskóla Íslands 1983.

Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:

1. maí 2018

Starfsreynsla:

Starfar sem forstjóri Brims hf. Áður framkvæmdastjóri Útgerðarfélagsins Tjalds ehf. og framkvæmdastjóri Kristján Guðmundsson hf. á Rifi.

Önnur stjórnarstörf:

Situr í stjórn sölufélaga Brims í Asíu og sjávarútvegsfélögum í Grænlandi auk fleiri smærri félaga á Íslandi. Hefur setið í stjórnum Landssamband íslenskra útvegsmanna (LÍÚ) frá 1991 til 2014, Sjómannaskólans, Tækniskólans, Hjallastefnunnar, Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna (SH), Útgerðarfélags Akureyringa, Útflutningsráðs, Búnaðarbankans, Straums fjárfestingarbanka, Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum, Útgerðarfélag Reykjavíkur, KG fiskverkunar á Rifi, Bakka Bolungarvík, Básafelli á Ísafirði, Fiskvinnslunnar Kambi á Flateyri, Fiskvinnslunnar Íslandssaga á Suðureyri og Laugafiski fiskþurrkun á Laugum.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Eigandi í Útgerðarfélagi Reykjavíkur sem á ásamt dótturfélagi 859.870.977 hluti í Brimi hf

Kristrún Heimisdóttir

Stjórnarmaður


Menntun:

Lögfræðingur, cand.jur. frá Háskóla Íslands. Laga-og heimspekinám í KU Leuven Belgíu og í UCC Cork á Írlandi. Doktorsnám í Bandaríkjunum.

Fyrst kjörin í stjórn Brims hf.:

27. júlí 2018.

Starfsreynsla:

Sjálfstætt starfandi ráðgjafi. Rannsóknarfélagi við Columbia University Law School í New York frá 2015. Framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins 2013-2014. Lektor við Háskólann á Akureyri frá 2012 og nú gestalektor þar. Aðstoðarmaður efnahags- og viðskiptaráðherra 2010-2012. Lögfræðilegur ráðgjafi velferðarráðherra 2009-2010. Aðstoðarmaður utanríkisráðherra 2007-2009. LEX lögmannsstofa 2006-2007. Lögfræðingur Samtaka iðnaðarins 2002-2006. Valnefnd sigurtillögu vegna samkeppni um byggingu tónlistarhúss í Reykjavík 2005-2006. Kenndi við Háskólann í Reykjavík og Háskólann á Bifröst. Framkvæmdastjóri ReykjavíkurAkademíunnar. Lögfræðingur hjá Umboðsmanni Alþingis. Íþróttafréttakona o.fl. hjá RÚV. Einn höfunda skýrslu starfshóps um EES samstarfið 2019. Starfaði með Thorvald Stoltenberg fyrir hönd Íslands í nefnd um varnarsamstarf Norðurlanda 2008. Í stjórnarskrárnefnd 2005-2007.

Önnur stjórnarstörf:

Í Háskólaráði Háskóla Íslands. Í stjórn "Leifur Eiríksson Foundation". Varamaður í stjórn Bankasýslu ríkisins. Í siðanefnd Knattspyrnusambands Íslands. Varamaður í stjórn Samtaka sparifjáreigenda. Dæmi um fyrri stjórnarstörf: Stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins. Stjórnarformaður Félagsþjónustu kirkjunnar. Ritari stjórnar Íþrótta- og Ólympíusambandsins. Formaður Afrekssjóðs. Í stjórn Háskólans í Reykjavík. Samstarfsvettvangur sjávarútvegs og iðnaðar. Stjórnarformaður Hlaðvarpans ehf.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 0 (0,00%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl, hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Magnús Gústafsson

Stjórnarmaður


Menntun:

Rekstrartæknifræðingur frá Odense Teknikum, Hagræðingarnám.

Fyrst kjörinn í stjórn Brims hf.:

1. maí 2018.

Starfsreynsla:

Forstjóri Atlantika INC í Bandaríkjunum, 2009-2018. Aðalræðismaður Íslands í New York, 2005-2008. Forstjóri Icelandic Inc - Coldwater Seafood, 1984-2005. Forstjóri Hampiðjunnar hf., 1972-1984. Hagræðingarráðunautur hjá Vinnuveitendasambandi Íslands, 1966-1972.

Önnur stjórnarstörf:

Sat í stjórn Brims hf. (nú Útgerðarfélag Reykjavíkur hf.), sat í stjórn Promens.

Eignarhlutur í Brimi hf.:

Kr. 81.689 (0,005%)

Hagsmunatengsl:

Engin hagsmunatengsl hvorki við helstu viðskiptaaðila né samkeppnisaðila félagsins eða hluthafa sem eiga meira en 10% hlut í félaginu.

Framkvæmdastjórn

Guðmundur Kristjánsson

Guðmundur Kristjánsson

Forstjóri

Inga Jóna Friðgeirsdóttir

Inga Jóna Friðgeirsdóttir

Framkvæmdastjóri fjármálasviðs

Ægir Páll Friðbertsson

Ægir Páll Friðbertsson

Framkvæmdastjóri

Stjórnarhættir

Stjórn og forsvarsmenn Brims viðhafa góða stjórarhætti svo að tryggt sé að starf stjórnarinnar sem og starfsemi félagsins í heild uppfylli þau viðmið sem gilda um góða viðskiptahætti.

Starfsreglur stjórnar og stjórnarháttaryfirlýsingu er hægt að nálgast hér:

Stjórnarhættir félagsins taka fyrst og fremst mið af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 6. útgáfu, gefnum út af Viðskiptaráði Íslands, NASDAQ Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins.

Brim hf. álítur sig fylgja framangreindum leiðbeiningum um stjórnarhætti í öllum megindráttum með þeirri undantekningu að félagið hefur ekki skipað tilnefningarnefnd.

Samstæða

Stefna Brims er að vera samþætt sjávarútvegsfyrirtæki í útgerð, vinnslu og sölu- og markaðsstarfsemi. Myndin hér að neðan sýnir starfsemi Brims ásamt helstu dóttur- og hlutdeildarfélögum.

samstæða1.PNG

Viðskipti tengdra aðila

Starfsemi Brims fellur undir reglur um milliverðlagninu sem vísa til þess hvernig tengdir lögaðilar verðleggja viðskipti sín á milli. Reglurnar eru ætlaðar til að tryggja að verðákvörðun í viðskiptum tengdra lögaðila sé í samræmi við verð í sambærilegum viðskiptum milli ótengdra aðila. Þannig að verðlagning sé í samræmi við svokallaða armslengdarreglu. Reglurnar eiga eingöngu við þegar tiltekin tengsl eru á milli lögaðila sem eiga í viðskiptum.

Tengsl eru fyrir hendi þegar bein og/eða óbein tengsl er á milli lögaðilanna sjálfra eða þegar tengsl er á milli manna sem eru meirihlutaeigendur lögaðilanna eða fara með stjórnunarleg yfirráð yfir þeim lögaðilum sem eiga í viðskiptum. Skilgreina má tengsl milli lögaðilanna sjálfra með beinum eða óbeinum hætti á eftirfarandi hátt:

  • Þegar lögaðilar eru hluti af sömu samstæðunni eru þeir ótvírætt tengdir lögaðilar.
  • Þegar lögaðili er undir beinu og/eða óbeinu meirihluta eignarhaldi eða stjórnunarlegum yfirráðum tveggja eða fleiri lögaðila innan samstæðu telst hann tengdur öllum lögaðilum innan samstæðunnar.
  • Þegar lögaðili á meira en 50% í öðrum lögaðila með óbeinum hætti teljast þeir tengdir í skilningi ákvæðis laganna um milliverðlagningu. Ef annar lögaðilinn er hluti af samstæðu telst hinn lögaðilinn tengdur öllum öðrum lögaðilum innan samstæðunnar.

Brim seldi eftirfarandi tengdum aðilum vörur á árinu 2020

  • Icelandic Japan, sala á afurðum 12,7 milljónir evra.
  • Vignir G. Jónsson, sala á hrognum 2,2 milljónir evra.
  • Fiskvinnslan Kambur, sala á botnfiski til vinnslu 3 milljónir evra.
  • Iceland Pelagic, sala á uppsjávarafurðum 20,6 milljón evra.
  • Laugafiskur, sala á hausum 0,7 milljón evra.

Brim keypti einnig vörur af tengdum aðilum á árinu 2020

  • Fiskvinnslan Kambur, kaup á afurðum 3,1 milljón evra.
  • Gjörvi skipaþjónusta 0,7 milljón evra.
  • Útgerðarfélag Reykjavíkur, kvótaleiga 1,3 milljón evra.
  • Seafood Services, 0,1 milljón evra.

Önnur viðskipti Brims við tengda aðila eru óveruleg.

Önnur viðskipti milli tengdra aðila:

  • Útgerðarfélag Reykjavíkur og dótturfélag seldi sölufélögum í Asíu (Icelandic Japan, Icelandic China og Icelandic Hong Kong) afurðir fyrir 34,9 milljónir evra.
  • Seafood Services sem annast gæðaeftirlit á afurðum seldi Icelandic Japan þjónustu fyrir 0,8 milljónir evra og Icelandic China fyrir 0,3 milljónir evra.
  • Fiskvinnslan Kambur seldi Laugafiski hausa fyrir 0,5 milljónir evra.
  • Icelandic Japan seldi Icelandic China afurðir fyrir 0,9 milljónir evra.

Önnur viðskipti milli tengdra aðila eru óveruleg.

Stefnur Brims

Meðfylgjandi eru krækjur á stefnur Brims.

Brim hefur sett sér reglu um verklag við uppljóstrun um lögbrot eða aðra ámælisverða háttsemi og hefur reglan verið samþykkt af stjórn félagsins.

Til viðbótar hefur Brim undirritað stefnu í samfélagsábyrgð, sem fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi SFS hafa markað sér og grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Samfélagsstefnu SFS má nálgast hér.

Innkaup

Brim skilgreinir Ísland sem nærsamfélag sitt. Vörur og þjónusta frá innlendum birgjum námu 98% af heildarinnkaupum félagsins árið 2020. Þar telst endurnýjun skipaflotans ekki með. Brim hefur í flestum tilvikum gert kröfur um að birgjar haldi vörulager fyrir starfsemi félagsins og að afgreiðslan sé í samræmi við notkun hverju sinni. Kostnaði og rýrnun við birgðahald er þannig haldið í lágmarki. Staðsetning fyrirtækisins á landsbyggðinni gerir það að verkum að Brim, í samræmi við innkaupastefnu félgsins, sækir þá þjónustu sem í boði er á viðkomandi stöðum og styður þannig við nærsamfélag sitt. Þetta skiptir félagið og starfsfólk þess miklu máli. Við val á birgjum og þjónustuaðilum gerir Brim ríka kröfu um að eftirfarandi þættir verði ávallt teknir til viðmiðunar:

  • Samkeppnishæft verð
  • Gæði vörunnar
  • Þjónustustig
  • Samkeppnissjónarmið
  • Samfélagsábyrgð

Fari þessir þættir saman að mati félagsins, næst hagkvæmasta verðið hverju sinni sem gerir Brimi kleift að hámarka gæði og þjónustu, tryggja samkeppni og stuðla að samfélagslegri ábyrgð.

SAMFÉLAGSLEG ÁBYRGÐ BIRGJA

Brim hefur sett sér stefnu í samfélagslega ábyrgum innkaupum og er hún í dag hluti af öllum stærri innkaupasamningum sem félagið gerir. Þar er kveðið á um að viðkomandi birgjar stundi góða og ábyrga viðskiptahætti. Birgjar skuldbinda sig til að starfa af heilindum og ábyrgjast að þær vörur sem þeir selja og sú þjónusta sem þeir inna af hendi standist ákvæði laga og reglna sem um hana gilda. Birgi skal virða almenn mannréttindi og skuldbindur sig til að fara eftir öllum lögum og reglum sem gilda um hans atvinnurekstur, innanlands og erlendis. Brot á ákvæði þessu getur leitt til fyrirvaralausrar uppsagnar á samningi.

Með nýjum og öflugum umhverfisgagnagrunni sem Brim hannaði og setti upp á árinu 2020, hefur félagið hafið markvissa söfnun upplýsinga um umhverfisáhrif þeirrar vöru og þjónustu sem Brim kaupir inn. Slík upplýsingasöfnun gefur Brimi færi á því að byggja upp þekkingu á losun gróðurhúsalofttegunda frá öllum rekstrareiningum félagsins og allri virðiskeðju þess. Með þessum hætti getur félagið tekið upplýsta ákvörðun um að eiga viðskipti við þá birgja sem valda minnstum umhverfisáhrifum og þar með dregið á markvissan hátt úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins.

Frá árinu 2016 hefur Brim innleitt í stærstu innkaupasamninga félagsins eftirfarandi ákvæði varðandi umhverfismál:

„Brim er aðili að loftslagsyfirlýsingu Festu, miðstöðvar um samfélagsábyrgð, og Reykjavíkurborgar sem undirrituð var af 104 fyrirtækjum í Höfða árið 2015. Með þeirri yfirlýsingu hefur félagið skuldbundið sig til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á næstu árum. Hluti af því er m.a. að kortleggja áhrif þjónustuaðila og starfsemi þeirra á rekstur Brims sem mun endurspeglast í umhverfisuppgjöri sem félagið sendir frá sér árlega. Til að styðja við þessi markmið skulu þjónustuaðilar skuldbinda sig, í byrjun hvers árs eða með reglubundnum hætti, til að upplýsa um umhverfisáhrif þeirra á rekstur Brim fyrir líðandi ár.“

Í dag innihalda nítján samningar við stærstu birgja félagsins þetta ákvæði.

BIRGJAMAT

Árlega fer fram mat á 100 helstu birgjum félagsins, stórum sem smáum, sem skilgreindir eru út frá mikilvægi rekstraröryggis gagnvart Brim (þ.e. þau félög sem geta haft minniháttar eða viðvarandi neikvæð áhrif á rekstur Brims). Ein af spurningum í matinu er, hvort viðkomandi birgi hafi sett sér formlegar siðareglur.

Fjöldi birgja sem geta haft minniháttar eða viðvarandi áhrif á rekstur félagsins voru 61, árið 2020. Af þessum 61 birgja voru 19 birgjar eða 31% sem höfðu innleitt skriflegar siðareglur.

Uppgjör stjórnarhátta

Brim hefur verið leiðandi í umhverfismálum og birtir nú í fjórða sinn umhverfisuppgjör félagsins.

Nú í fyrsta skipti birtir félagið einnig samfélagsuppgjör samkvæmt UFS leiðbeiningum Nasdaq (e. ESG Reporting Guide 2.0). Niðurstöðum er skipt í þrjá þætti, umhverfisþátt, félagsleganþátt og stjórnarhætti.

Í meðfylgjandi töflu er uppgjör á stjórnarháttum samkvæmt UFS leiðbeiningum Nasdaq sem nær til starfsemi Brims og dótturfélaga.

2020 2019 2018 2017
S1. Kynjahlutfall í stjórn
Hlutfall kvenna í stjórn % 40% 40% 40% 40%
Hlutfall kvenna í formennsku nefnda % 0% - - -
S2. Óhæði stjórnar
Bannar fyriritækið forstjóra að sinna stjórnarformennsku? já/nei
Hlutfall óháðra stjórnarmanna % 60% 80% 80% 80%
S3. Kaupaukar
Fá framkvæmdastjórar kaupauka fyrir að ná árangri á svið sjálfbærni? já/nei nei nei nei nei
S4. Kjarasamningar
Hlutfall starfsfólks sem fellur undir almenna kjarasamninga % 97% 97% 97% 97%
S5. Siðareglur birgja
Ber seljendum þínum eða birgjum að fylgja siðareglum? já/nei - - -
Ef já, hve hátt hlutfall þinna birgja hafa formlega vottað að þeir fylgi siðareglunum? % 31% - - -
S6. Siðferði og aðgerðir gegn spillingu
Fylgir fyrirtæki þitt stefnu um siðferði og/eða aðgerðum gegn spillingu? já/nei
Ef já, hve hátt hlutfall starfsfólks hefur formlega vottað að það fylgi stefnunni? % - - - -
S7. Persónuvernd
Fylgir fyrirtæki þitt stefnu um persónuvernd? já/nei
Hefur fyrirtækið hafist handa við að fylgja GDPR reglum? já/nei
S8. Sjálfbærniskýrsla
Gefur fyrirtækið út sjálfbærniskýrslu? já/nei
Eru gögn um sjálfbærni að finna í skýrslugjöf til yfirvalda? já/nei
S9. Starfsvenjur við upplýsingagjöf
Veitir fyrirtækið upplýsingar um sjálfbærni til viðurkenndra aðila með skipulögðum hætti? já/nei
Leggur fyrirtækið áherslu á tiltekin heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna? já/nei - - -
Setur fyrirtækið markmið og gefur skýrslu um framvindu heimsmarkmiða Sþ.? - - - -
S10. Gögn tekin út/sannreynd af þriðja aðila
Er upplýsingagjöf um sjálfbærni tekin út eða sannreynd af þriðja aðila? já/nei já* - - -
* EFLA hefur yfirfarið framsetningu og upplýsingar um umhverfislega þætti

UFS leiðbeiningum Nasdaq er ætlað að birta upplýsingar um framangreinda þætti í rekstri fyrirtækja á skýran og aðgengilegan hátt fyrir fjárfesta og aðra hagsmunaaðila.

Hluthafar

Skráð hlutafé Brims hf. var 1.956 milljónir króna í árslok 2020. Félagið átti í árslok eigin hluti að nafnverði 35 milljónir króna en seldir voru eigin hlutir að nafnverði 22,1 milljón króna á árinu 2020. Útistandandi hlutafé nam 1.921 milljónum króna. Hluthafar í upphafi árs voru 854 en voru 880 í árslok. Í árslok 2020 áttu fjórir hluthafar yfir 10% eignarhlut í félaginu en þeir voru Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. sem átti 34,53%, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild sem átti 13,31%, Lífeyrissjóður verslunarmanna sem átti 10,88% og RE-13 ehf. sem átti 10,23%.

Gengi hlutabréfa var 50,1 í árslok 2020 en 39,1 í ársbyrjun. Raunávöxtun hlutabréfa á árinu, að meðtöldum arði í félaginu, reyndist vera jákvæð um 26,4%. Þá er miðað við bréf sem keypt var á lokagengi ársins 2019 og selt í lok ársins 2020, að teknu tilliti til greiðslu arðs og verðbólgu á árinu. Sé litið til lengri tíma var raunávöxtun hlutabréfs, sem var keypt í lok árs 2000 og selt um síðustu áramót, um 10,3% á ári að meðaltali.

Skráð viðskipti með hlutabréf í Brimi hf. námu 9.423 milljónum króna árið 2020. Skráð viðskipti árið 2019 námu 20.485 milljónum króna. Nafnhækkun úrvalsvísitölu OMX Iceland var 20,48% árið 2020 og 21,91% að teknu tilliti til arðgreiðslna.

í millj. kr. %
Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. 663,4 34,53%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild 255,8 13,31%
Lífeyrissjóður verslunarmanna 209,0 10,88%
RE-13 ehf. 196,5 10,23%
KG Fiskverkun ehf. 134,5 7,00%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins B-deild 69,6 3,62%
Birta lífeyrissjóður 53,1 2,77%
Stefnir ÍS 15 46,4 2,42%
Eignarhaldsfélagið VGJ ehf. 32,2 1,68%
Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda 31,0 1,61%
Aðrir hluthafar 229,5 11,95%
Útistandandi hlutafé 1.921,0 100,0%

Aðalfundur 2020

Brim hf. hélt aðalfund sinn föstudaginn 31. mars 2020. Fundurinn var rafrænn og mætt var fyrir 92,7% af virku hlutafé eða 1.760.411.586 hluti.

Formaður stjórnar Kristján Þ. Davíðsson, flutti skýrslu stjórnar og gerði grein fyrir rekstri og afkomu félagsins á liðnu starfsári. Guðmundur Kristjánsson forstjóri, kynnti ársreikning félagsins og gerði grein fyrir ýmsum þáttum starfseminnar á liðnu ári ásamt því að svara fyrirspurnum.

Tillaga stjórnar um að greidd yrði 1,0 kr. á hlut í arð af hlutafé var samþykkt samhljóða.

Sjálfkjörið var í stjórn félagsins. Í stjórn voru kjörin: Anna G. Sverrisdóttir, Guðmundur Kristjánsson, Kristján Þ. Davíðsson, Kristrún Heimisdóttir og Magnús Gústafsson.

Deloitte ehf. var kjörið endurskoðunarfélag.

Á fyrsta stjórnarfundi eftir aðalfund skipti stjórnin með sér verkum. Kristján Þ. Davíðsson var kjörinn formaður og Anna G. Sverrisdóttir varaformaður.

Tvær undirnefndir stjórnar eru starfandi, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Endurskoðunarnefnd skipa, Gunnar Þ. Ásgeirsson formaður, Anna G. Sverrisdóttir og Kristrún Heimisdóttir. Starfskjaranefnd skipa, Magnús Gústafsson formaður, Kristján Þ. Davíðsson og Kristrún Heimisdóttir.