Umhverfið

HREIN VIRÐISKEÐJA SJÁVARÚTVEGS

Umhverfismál fela í sér eina stærstu áskorun sjávarútvegsins. Mengun hafsins er bein ógn við afkomu sjávarútvegs á Íslandi. Brim mun leita allra leiða til að minnka mengun frá eigin starfsemi og halda áfram að þróa rekstur sinn til sjálfbærra veiða og vinnslu.

Árið 2015 setti Brim af stað umfangsmikla umhverfisáætlun undir yfirskriftinni „Hrein virðiskeðja sjávarútvegs“. Brim hefur undir þeirri áætlun unnið markvisst að því að kortleggja umhverfisáhrif félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna frá veiðum til markaða. Á þeim grunni er unnið að því að þróa nýja tækni og aðferðir til að halda utan um vistspor afurða Brims frá veiðum til afhendingar á markaði.

Öllum umhverfisupplýsingum er varða rekstur félagsins er streymt frá upprunastað í umhverfisgagnagrunn. Hvort sem starfsemin er á sjó eða landi. Grunnurinn veitir starfsmönnum aðgang að upplýsingunum sem aftur brýnir fyrirtækið á markvissan hátt til aðgerða sem hafa þann tilgang að draga úr umhverfisáhrifum. Hluti hugbúnaðarins tryggir að Brim geti fylgt umhverfislöggjöf á hverjum tíma og einnig má veita stjórnvöldum aðgang til stafræns eftirlits. Enda þótt hugbúnaðurinn hafi verið tekinn í notkun í júní 2016 er hann enn í þróun og er innleiðing hans innan félagsins í fullum gangi.

Meginþættir áætlunarinnar eru:

  • Að tryggja þekkingaruppbyggingu á öllum þáttum umhverfisáhrifa frá starfsemi félagsins í gegnum alla virðiskeðjuna, frá veiðum til markaðar.
  • Að draga með markvissum hætti úr neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins.
  • Að minnka úrgangsmyndun og tryggja betri flokkun á úrgangi.
  • Að tryggja mælanleika og markmiðasetningu í umhverfismálum.
  • Að bæta rekstur og ábyrgð gagnvart umhverfinu.
  • Að styðja við landsmarkmið Íslands í loftlagsmálum.

Þetta felur í sér notkun tæknilegrar þekkingar til að þróa hjá Brimi nýja og endurbætta verkferla sem munu umbylta getu félagsins til að stýra starfsemi þess í takt við markmið á sviði umhverfis- og orkustjórnunar.

Eldsneyti

Olíunotkun skipa Brims hefur minnkað verulega í kjölfar sameiningar við fjölmargar útgerðir allt frá árinu 1985. Hagræðingin hefur m.a. falist í því að taka á annan tug skipa úr rekstri. Brim var með átta skip í rekstri árið 2020 ásamt einum krókabát, alls níu en þetta er sami fjöldi og gerður var út árið 1985. Sameiningar hafa falið í sér að veiðiheimildir félagsins hafa nánast þrefaldast þótt skipunum hafi ekki fjölgað. Minni olíunotkun hlýst einnig af sterku fiskveiðistjórnunarkerfi sem hefur byggt upp sterka fiskistofna. Sambærileg þróun hefur átt sér stað meðal annarra sjávarútvegsfyrirtækja út um land allt.

Færri og afkastameiri skip nýta eldsneytið betur en áður og með endurnýjun skipaflotans hefur Brim alfarið hætt notkun á svartolíu og á sama tíma aukið hlut vistvænni orkugjafa, meðal annars með því að tengja skip við rafmagn og hitaveitu þegar þau leggjast að bryggju. Hið sama gildir um fiskmjölsverksmiðjur félagsins, sem áður voru keyrðar á olíu en eru í dag að mestu leyti rafvæddar líkt og aðrar vinnslustöðvar í landi sem um árabil hafa keyrt á rafmagni og verið þróaðar til að fullnýta allt hráefni, draga úr sóun og skapa aukin verðmæti í leiðinni.

Mikil tækniþróun hefur átt sér stað á síðustu árum og margvísleg ný þekking og færni við veiðar komið fram. Einnig hefur orðið framþróun í fiskileit, þróun veiðarfæra, veiðitækni og meðhöndlun afla um borð. Af þessum sökum og vegna betra ástands fiskistofna og stærri skipa hefur afli á sóknareiningu nær þrefaldast á tímabilinu.

Eldsneytisnotkun

Olíunotkun skipa og fiskmjölsverksmiðja Brims frá 2005-2020

Umhverfisáhrif skipa á veiddan afla

Mestu umhverfisáhrifin í rekstri Brims eru vegna olíunotkunar flotans. Undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að greina kolefnisfótspor frá veiðum til vinnslu ásamt því að nota í auknum mæli umhverfisvænni skipaolíu. Hafa ber í huga að fjölmargar breytur geta haft áhrif á útreikning á olíunotkun eins og samsetning afla, aflabrögð og veiðimynstur einstakra skipa ásamt veðurfari. Mikilvægt er að taka tillit til þessara forsendna þegar verið er að álykta niðurstöður út frá tölum sem birtast hér og samanburði milli ára.

Heildarolíunotkun flotans á árinu var tæplega 22,5 milljónir lítra sem losaði 64 þúsund tonn af CO2 ígildum, við veiðar á 128 þúsund tonnum . Er það um 82% af heildarlosun félagsins sem er 78 þúsund tonn. Öll skip Brims nota nú MGO- eða DMA-olíu sem eru með 0,1% brennisteinsinnihald.

  • Hlutur ísfisktogara af losun af CO2 ígildum er 16 þúsund tonn eða um fjórðungur. Þegar orkukræfni veiða er mæld, þ.e. hversu marga lítra af olíu þarf til að veiða eitt tonn af fiski, kemur í ljós að ísfisktogari notar til þess 281 lítra. Það gerir 801 kg af CO2 ígildum á hvert veitt tonn.
  • Hlutur frystitogara í kolefnislosun á árinu var rúmlega 27 þúsund tonn af CO2 ígildum. Orkukræfni veiða á frystitogurum er nokkuð meiri, eða 350 lítri fyrir hvert tonn. Það gerir um 996 kg af CO2 ígildum á hvert veitt tonn.
  • Kolefnislosun uppsjávarskipa á árinu var rúmlega 21 þúsund tonn af CO2 ígildum. Orkukræfni vegna veiða var 89 lítrar af olíu fyrir hvert veitt tonn eða 255 kg af CO2 ígildum.

Orkukræfni fiskiskipa

CO2 losun fiskiskipa á aflaeiningu

Fjölmargar breytur geta haft áhrif á olíunotkun skipa, helst ber að nefna

  • Ástand fiskistofna.
  • Samsetning afla.
  • Veiðimynstur ásamt vegalengdum.
  • Veðurfar.

Mikilvægt er að taka tillit til þessara forsendna þegar verið er að álykta niðurstöður út frá tölum sem birtast hér og samanburði milli ára. Þegar olíunotkun er borin saman milli ára má nefna að meira þurfti að hafa fyrir kolmunnaveiðunum árið 2020 en árið á undan vegna þess að veður voru erfið fyrstu þrjá mánuði ársins. Eins þurfti að fara lengra eftir makríl. Dræm veiði var hjá ísfisktogurunum en árið á undan vegna veðurs. Þá var þeim ekki beitt af fullum krafti síðasta sumar vegna endurnýjunar vinnslunnar við Norðurgarð en aflabrögð eru yfirleitt mjög góð á sumrin.

Eldsneytisnotkun fiskimjölsverksmiðja

Fiskimjölsverksmiðjur félagsins, sem áður voru keyrðar á jarðefnaeldsneyti, eru nú að mestu leyti rafvæddar. Leitast er við að nota raforku í stað eldsneytis þegar framboð leyfir. Eldsneytisnotkun fiskimjölsverksmiðjanna jókst úr 348 þúsund lítrum 2019 í 464 þúsund lítra 2020, sem rekja má til skerðingar á ótryggri orku frá raforkusala. Í ár var alfarið notuð DMA-olía (e. distillate marine A) en sú olíutegund er með 0,1% brennisteinsinnihald.

Olíunotkun á framleitt tonn úr fiskimjölsverksmiðjum félagsins hækkaði milli ára og fór úr 4,6 lítrum á tonn í 6,2 lítra á tonn 2020. Ástæðan var raforkuskerðing á ótryggri orku frá raforkusala til verksmiðjunnar á Vopnafirði.

Heildar kolefnislosun vegna olíunotkunar frá verksmiðjum félagsins á árinu 2020 var 1.327 tonn CO2 ígilda.

Markmið félagsins er að nota umhverfisvænt eldsneyti. Með samningum um samkeppnishæft raforkuverð til fiskimjölsverksmiðja má reikna með að hlutur raforkunotkunar aukist enn meira á kostnað olíunotkunar í framtíðinni.

Heildar orkukræfni fiskimjölsverksmiðja

STUÐLA AÐ AUKINNI NOTKUN Á ENDURNÝJANLEGRI ORKU

Á undanförnum áratugum hafa íslenskir fiskimjölsframleiðendur notast við bæði olíu og rafmagn við framleiðslu sína. Fiskimjölsframleiðendur hafa undanfarin ár keypt skerðanlegan flutning og dreifingu á rafmagni. Vegna takmarkaðs öryggis á flutningi og dreifingu í raforkukerfinu, ótryggs framboðs á raforku og sveiflukenndrar eftirspurnar hjá fiskimjölsframleiðendum hefur olían verið nauðsynlegur varaaflgjafi í vinnslunni og komið í stað rafmagns þegar á þarf að halda. Til þess að ná fullri rafvæðingu þarf að koma til veruleg fjárfesting í flutningskerfi raforku í landinu.

Félag íslenskra fiskimjölsframleiðenda (FÍF) hefur með undirritun viljayfirlýsinga gert samkomulag við Landsnet, Rarik og HS Veitur annars vegar og Landsvirkjun hins vegar með það markmiði að stuðla að aukinni raforkunotkun við vinnslu. Þannig er hægt að draga úr notkun á orkugjöfum sem gefa frá sér hærra kolefnisfótspor og um leið auka líkurnar á því að markmið Parísarsamningsins og aðgerðaráætlunar ríkisstjórnar Íslands í loftslagsmálum náist.

Fyrsta viljayfirlýsing Landsvirkjunar og FÍF um að stuðla að áframhaldandi notkun endurnýjanlegrar orku í fiskimjölsiðnaði náði frá mars 2017 til loka árs 2019. Á þessum þremur árum (2017-2019) voru notaðar 584.125 MWst af rafmagni sem þar með sparaði brennslu á 56,5 milljón lítrum af olíu. Við það minnkaði kolefnislosun fiskimjölsverksmiðjanna um sem nemur 168 þúsund tonnum af CO2 ígildum. Hlutur Brims í heildarnotkuninni var 108.991 MWst eða 18,66% sem sparaði þá brennslu á 10,5 milljón lítrum af olíu. Við það minnkaði kolefnislosun félagsins um 31 þúsund tonn af CO2 ígildum á tímabilinu.

Ákveðið var með undirskrift 22. júní 2020, að framlengja fyrri yfirlýsingu, þar sem aðilar eru sammála um að vinna áfram að þeim markmiðum sem lýst var í fyrri yfirlýsingu með því að Landsvirkjun stuðli eins og hægt er að auknu framboði skerðanlegrar orku og hefur Landsvirkjun í því sambandi lagt fram umsókn um undanþágu til Samkeppniseftirlitsins. FÍF mun jafnframt áfram stuðla að því að félagsmenn nýti frekar endurnýjanlega orkugjafa í sinni starfsemi.

Viljayfirlýsing milli FÍF og Landsnets, Rarik, HS Veitna, um flutnings- og dreifingu raforku, þar sem aðilar munu vinna sameiginlega að bættum árangri í loftlagsmálum með hagkvæmari nýtingu fjárfestinga og innviða að leiðarljósi, var undirrituð 2018 og er enn í gildi.

KOLEFNISGJÖLD Á ELDSNEYTI

Markmið stjónvalda með álagningu kolefnisgjalds er að samræma skattlagningu jarðefnaeldsneytis með það að leiðarljósi að hvetja til orkuskipta, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og stuðla markvisst að orkusparnaði á öllum sviðum. Kolefnisgjald er skattur sem leggst á allt jarðefnaeldsneyti og er reiknað miðað við hvern lítra af eldsneyti. Þannig er upphæð kolefnisgjalds ársins 11,45 krónur á hvern lítra af gas- og dísilolíu til skipa. Samanburðurinn sýnir að frá 2015 til 2020 hefur kolefnisgjald á olíunotkun nær tvöfaldst.

Í töflunni hér að neðan sést þróunin á gjaldinu á einstakar tegundir ásamt útreikningi á kolefnisgjaldinu undanfarin sex ár.

Kolefnisgjöld Einingar 2020 2019 2018 2017 2016 2015
Kolefnisgjald, gas-og dísilolía ISK/lítra 11,45 10,40 9,45 6,30 6,00 5,84
Kolefnisgjald, bensín ISK/lítra 10,00 9,10 8,25 5,50 5,25 5,10
Kolefnisgjald, eldsneyti ISK/kg 14,10 12,80 11,65 7,75 7,40 7,23
Kolefnisgjald, hráolía o.s.frv. ISK/kg 12,55 11,40 10,35 6,90 6,60 6,44
Samtals kolefnisgjald þ.kr. 263.643 255.588 197.427 127.043 138.451 139.087

Bifreiðar og tæki

Eldsneytisnotkun bifreiða og tækja er óveruleg í samanburði við skip og verksmiðjur. Hún dróst saman á tímabilinu 2019 til 2020 úr 47.861 lítrum í 44.430 lítra. Samtals voru 21 bíll í rekstri og fækkaði um 1 milli ára. Brim stefnir á aukna notkun rafmagnsbíla og tvinnbíla á næstu árum. Samhliða því hefur félagið sett upp hleðslustöðvar fyrir bifreiðar félagsins, starfsfólk og gesti.

Losun CO2 vegna ferða starfsmanna Brims til og frá vinnu í Reykjavík

Brim fékk verkfræðistofuna Eflu til að uppfæra skýrslu um CO2 losun vegna ferða starfsmanna í Norðurgarði til og frá vinnu fyrir árið 2020. Á sama hátt og áður voru ferðir sem skapast vegna starfsmanna flokkaðar eftir póstnúmerum og var gert ráð fyrir að hver starfsmaður Norðurgarðs (skrifstofa, fiskvinnsla og frystigeymsla) kæmi til og frá vinnu fimm daga vikunnar í 48 vikur á ári. Ekki var gert ráð fyrir öðrum ferðum starfsmanna innan vinnutíma en áætlað er að aðrar ferðir komi til móts við t.d. aðra daga þar sem starfsmaður mætir ekki til vinnu, til að mynda vegna veikinda. Tekið var tillit til samgöngusamninga starfsmanna í þessum útreikningum.

Til að meta losun var upplýsingum um gerð ökutækja safnað og lagt mat á meðaleyðslu hvers ökutækis. Samsetning ökutækja með tilliti til orkugjafa, þ.e. bensíns, dísels og rafmagns, var áætluð út frá tölum Samgöngustofu og gert ráð fyrir að tölur fyrir landið í heild væru lýsandi fyrir fólksbílaflota starfsmanna Brims. Því næst var safnað upplýsingum um losunarstuðla þessara þriggja orkugjafa ásamt eðlismassa. Gert er ráð fyrir að engin koltvísýringslosun hljótist vegna keyrslu rafmagnsbíla.

Losunin fyrir árið 2020 var 144 tonn CO2 ígildi en var 173 tonn CO2 ígildi 2019. Vinnslan við Norðurgarð var lokuð í þrjá mánuði vegna endurnýjunar og skýrist samdrátturinn af því. Þessar tölur eru færðar inn í umhverfisuppgjör félagsins.


Skýrsla Eflu: Umferð og losun vegna starfsmanna Brims 2020

Myndin sýnir búsetu starfsmanna úr frá póstnúmerum


Hlutfall búsetu 2020 V2.jpg


Raforka

Árið 2020 var raforkunotkun Brims 49.065.946 kWst eða litlu minni en árið 2019 en þá var notkunin 50.231.379 kWst. Raforkunotkun fiskimjölsverksmiðja dróst saman bæði þessi ár vegna loðnubrests.

Öll raforka, sem Brim kaupir er endurnýjanleg orka. Því er mikilvægt að nýta raforku í stað jarðefnaeldsneytis þegar mögulegt er. Helstu tækifæri Brims í þessum efnum er við framleiðslu á fiskimjöli. Einnig felast tækifæri í því að tengja öll skip félagsins við landrafmagn þegar þau eru bundin við bryggju.

Í meðfylgjandi skjali er staðfesting á að uppruni raforku sem Brim notaði árið 2020 var 100% endurnýjanleg.

Staðfesting á uppruna raforku

Raforkunotkun starfsstöðva

Nýr hafnarbakki við Norðurgarð með rafmagns-og hitaveitutengingum til skipa

Til að draga úr notkun á jarðefnaeldsneyti og stuðla að notkun á grænum orkugjöfum endurnýjaði Brim hafnarbakkann við Norðurgarð 2018. Bakkinn er 120 m langur og 20 m breiður stálbakki með steyptri þekju með snjóbræðslulögn sem nýtir affallsvatn frá fiskvinnslu Brims.

Þessi breyting stórbætir alla hafnaraðstöðu fyrir ísfiskskip félagsins. Fyrir var gömul trébryggja sem komin var vel til ára sinna. Með nýjum og stærri hafnarbakka voru nýjar og öflugar landtengingar við rafmagn og heitt vatn teknar í notkun. Nú geta öll ísfiskskip félagsins tengst umhverfisvænni orku þegar skipin liggja við bryggju við Norðurgarð.

Við Ísbjörninn er rafmagnstenging sem frystiskipin nota, en ekki heitt vatn. Á Akranesi er bæði rafmagn og heitt vatn til landtengingar skipa. Engin landtenging á rafmagni eða hitaveitu er til staðar á Vopnafirði en tækifæri eru til að draga úr olíunotkun með breytingum á höfninni á Vopnafirði.

Rafrænar dagbækur í skipum

Frá árinu 2015 hefur Brim, í samstarfi við Klappir, Landhelgisgæsluna og Umhverfisstofnun, tekið þátt í þróun og innleiðingu á rafrænni stjórnsýslu um borð í skipum sínum. Fram til þessa hafa lögbundnar skráningar um borð í skipum á umhverfisáhrifum verið bundnar í pappír. Þar má nefna skráningar á sorplosun, olíunotkun og notkun ósoneyðandi efna í pappírsbók samkvæmt MARPOL-samningi Alþjóðasiglingamálastofnunarinnar. Markmiðið var að rafvæða þessar bækur og stíga þar með stórt framfaraskref á sviði umhverfisstjórnunar.

Brim getur nú nýtt þau gögn, sem skráð eru í dagbækurnar, til umhverfisstjórnunar og náð yfirsýn um alla umhverfisþætti skipa sinna, ásamt því að fylgjast rafrænt með skráningum. Eftirlitsaðilar, s.s. Landhelgisgæslan og Umhverfisstofnun, geta nú sinnt lögbundnu eftirlitshlutverki með rafrænum hætti og þannig lágmarkað þann kostnað og þau áhrif sem eftirlit með skráningum hefur á rekstur skipa. Gögnum úr dagbókunum er streymt til hafnaryfirvalda sem sinna lögbundnu hlutverki sínu við móttöku úrgangs á rafrænan hátt.

Í dag eru öll skip Brims komin með rafrænar dagbækur til skráningar á mengunarþáttum samkvæmt MARPOL Annex I-VI. Til að tryggja nákvæma skráningu á eldsneytiskaupum skipanna er notað stafrænt pantanakerfi sem tengt er MARPOL Annex VI.

Kælimiðlar

Í samræmi við umhverfisstefnu SFS sem Brim hefur undirritað, mun Brim skipta út kælimiðlum fyrir kælimiðla sem valda ekki gróðurhúsaáhrifum við fyrsta tækifæri. Losun vegna kælimiðla er 2.834 tCO2 ígildi 2020. Markmið Brim er að vera búið að ljúka útskiptum á kælimiðlum fyrir umhverfisvænni kælimiðla fyrir árslok 2025. Við nýsmíði og endurnýjun skipa er lögð áhersla á vistvæna kælimiðla.

Úrgangur

Hlutfall flokkaðs rekstrarúrgangs árið 2020 var 82% samanborið við 79% árið 2019. Talsverð aukning var á milli ára í heildarmagni úrgangs sem tengist endurnýjun botnfiskvinnslu við Norðurgarð. Brim hefur sétt sér það markmið að ná 90% hlutfalli flokkaðs rekstrarúrgangs fyrir árið 2025.

Að frumkvæði starfsfólks hófst sorpflokkunarverkefni fyrir tíu árum á Vopnafirði og í dag á og rekur Brim þrjár fullbúnar flokkunarstöðvar. Þessar þrjár flokkunarstöðvar, Bragginn á Vopnafirði, Kistan á Akranesi og Svanurinn í Reykjavík, eru fullbúnar flokkunarstöðvar þar sem stafrænum lausnum er beitt bæði hvað varðar skráningu á almennum úrgangi og endurvinnsluhráefni.

Félagið flokkar allt sorp hvort sem það fellur til á sjó eða í landi og endurnýtir það eins og hægt er. Brim hefur síðustu ár skipulagt mikið flokkunar- og umhverfisstarf með það markmiði að lágmarka þann úrgang félagsins sem fer í urðun.

Brim lítur á flokkað sorp sem hráefni í aðra vinnslu. Sífellt er verið að þróa aðferðir til að endurnýta flokkaðan úrgang. Til að mynda er stór hluti af öllu plasti sem fellur til hjá Brimi í dag, endurunnið.

Upplýsingakerfi félagsins streyma öllum gögnum um losun úrgangs með rafrænum hætti inn í umhverfisuppgjör félagsins með því að framkvæma alla daglega losun úrgangs rafrænt með snjallvogum og snjallgámum.

Flokkunarhlutfall rekstrarúrgangs

Heildarmagn úrgangs

SNJALLGÁMUR - SNJALLVOG

Fyrir almennan úrgang, sem fer að mestu leyti í urðun er notaður svokallaður „snjallgámur“. Allur úrgangur, sem fer inn í hann er skráður á þá deild þar sem hann á uppruna sinn. Gámurinn er með vog sem skilar upplýsingum um magn úrgangs inn í umhverfisgagnagrunn félagsins. Fyrsti snjallgámurinn var tekinn í notkun í ágúst 2017 í Kistunni, flokkunarstöð Brims á Akranesi. Í byrjun árs 2018 voru snjallgámur og snjallvog komin á allar þrjár flokkunarstöðvar félagsins.

Allt endurvinnsluhráefni er flokkað eftir skilgreindu flokkunarkerfi. Hver endurvinnsluflokkur er vigtaður með „snjallvog“ og einnig merktur með tegund, úrvinnsluleið, förgunarleið og uppruna. Á árinu var flokkað í 34 endurvinnsluflokka. Helstu endurvinnsluflokkarnir eru hreint járn, bylgjupappi og annar pappír, timbur og blandaðir málmar. Auk þess eru tveir flokkar fyrir almennt sorp. þ.e. almennur úrgangur og grófur úrgangur.

Hjá Brimi starfar sérþjálfað starfsfólk sem vinnur við bestu aðstæður á starfssvæðum félagsins í sérútbúnum flokkunarstöðvum.

Ráðstöfun veiðarfæraúrgangs

Hampiðjan tekur á móti öllum veiðarfæraúrgangi frá Brimi. Áhafnir skipa eða starfsfólk flokkunarstöðva sker burt ýmsa nytjahluti. Hampiðjan sker burt þá nytjahluti sem eftir eru. Þeir efnisbútar, sem ekki eru hæfir til endurvinnslu eru flokkaðir frá og sendir í urðun hérlendis. Hampiðjan sendir allan endurvinnanlegan veiðarfæraúrgang úr landi og er hann seldur til erlendra endurvinnslustöðva.

Endurvinnslustöðvarnar þvo veiðarfæraúrganginn og er hann hakkaður niður í smáar agnir og síðan flokkaður sjálfvirkt. Endanleg vara er hráefni til plastgerðar. Togvírar eru bútaðir í grandara sem Brim endurnýtir.

Hampiðjan vinnur náið með Samtökum fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) og skilar til SFS tölum yfir útflutt magn veiðarfæraúrgangs frá Brimi og öðrum sjávarútvegsfélögum sem áframsendir þær upplýsingar til Úrvinnslusjóðs samkvæmt samningi við sjóðinn. SFS er með samning við Úrvinnslusjóð um að samtökin beri ábyrgð á að úrgangsveiðarfæri úr gerviefnum séu endurunnin. Um leið er nýtt heimild til undanþágu á úrvinnslugjaldi á veiðarfærum úr gerviefnum.

Ekki urðu nein tjón á árinu þannig að veiðarfæri yrðu eftir í sjó.

Flokkunarhlutfall veiðarfæraúrgangs

Ráðstöfun veiðarfæraúrgangs 2020 Eining
Tegund veiðarfæra kg Endurnýting Urðun Heildarmagn
Fiskitroll PE/PP/PEP 62.150 - 62.150
Flottroll PA Multifilament 10.000 21.680 31.680
Netateinar og kaðlar PES/PE/PA - 25.160 25.160
Rockhoppers - 35.600 35.600
Brotamálmur 20.000 - 20.000
Samtals kg 92.150 82.440 174.590

Ráðstöfun úrgangsolíu

Í öllum skipum Brims fellur reglulega til úrgangsolía sem fer til endurvinnslu hjá Olíudreifingu ehf. og Skeljungi hf. Olíudreifing og Skeljungur eru verktakar Úrvinnslusjóðs um söfnun og endurvinnslu úrgangsolíu samkvæmt samningi við Úrvinnslusjóð og er sú starfsemi fjármögnuð með úrvinnslugjaldi sem lagt er á smurolíu við innflutning samkvæmt lögum.

Úrgangsolía er að mestu til komin vegna smurolíuskipta í vélum skipanna en einnig, að minni hluta, frá eldsneytisolíu og glussaolíu. Hún er endurunnin og seld sem verksmiðjuolía. Þessari úrgangsolíu safna skipin í sérstakan tank sem staðsettur er um borð og er í umsjá vélstjóra. Tankurinn er tæmdur eftir þörfum í tankbíl sem endurvinnsluaðili sendir til skipsins þegar þörf er á tæmingu.

Í byrjun september 2020 gaf Umhverfisstofnun út ráðgefandi álit um endurnýtingu úrgangs fyrir framleiðslu á svokallaðri verksmiðjuolíu sem unnin er úr úrgangsolíu. Álitið snýst um hvort úrgangur hætti að vera úrgangur þegar hann hefur farið í gegnum ákveðið endurnýtingarferli. Niðurstaða Umhverfisstofnunar er sú að úrganginn skal flokka sem endurvinnsluvöru eftir endurnýtingarferlið svo framarlega sem ferlið uppfylli öll skilyrði stofnunarinnar. Tilgangur stofnunarinnar með áðurgreindu áliti er að stuðla að hringrænu hagkerfi og sjálfbærari auðlindanýtingu þar sem hráefni haldast innan hagkerfisins.

Áhugavert að vita!
Á árinu var Brim stofnaðili að landsátakinu Þjóðþrifi en með því tók félagið fyrstu skrefin í að tryggja að allt plast frá félaginu fari í endurvinnslu. Af þeim 27 tonnum af plasti sem féllu til og fóru til endurvinnslu fór 40% hlutafall eða 11 tonn af plasti til Pure North Recycling í Hveragerði.

Flutningur

Flutningur sjávarafurða á erlenda markaði er stór þáttur í rekstri Brims. Í töflunni hér að neðan er sýnd greining á kolefnisfótspori vegna flutnings á ferskum og frystum botnfiskafurðum til kaupenda á erlendum mörkuðum. Útflutt magn frystra og ferskra botnfiskafurða árið 2020 var 22.565 tonn. Heildarlosun vegna flutninga nam 5.842 tonnum af CO2 ígildum sem er tæp 7,5% af heildarlosun félagsins.

Kolefnisfótspor flutninga niður á helstu botnfisktegundir

Heiti Magn tonn Magn kg % tonn CO2 ígildi CO2 ígildi % Kg CO2 ígildi pr.tonn afurð
Þorskur 7.663 34,0% 2.600 44,5% 339
Karfi 7.303 32,4% 1.781 30,5% 244
Ufsi 5.004 22,2% 998 17,1% 199
Ýsa 1.334 5,9% 150 2,6% 113
Grásleppa 616 2,7% 228 3,9% 370
Gulllax 356 1,6% 47 0,8% 132
Grálúða 33 0,1% 4 0,1% 136
Annað 256 1,1% 34 0,5% 135
Samtals 22.565 100% 5.842 100% 259

* Taflan sýnir meðaltalsútreikning á CO2 ígildum af útfluttu heildarmagni botnfisks. Kolefnisfótspor einstakra tegunda ræðst af mismunandi vinnsluaðferðum, flutningsmáta, afhendingarskilmálum og markaðssvæðum. Mikilvægt er að taka tillit til þessara forsendna þegar verið er að álykta einhverjar niðurstöður út frá þessum tölum og berum saman á milli ára.

** Við útreikninga á áætluðum CO2 ígilda eru notaðar reiknivélar Eimskips, Samskipa, Icelandair, Pier2Pier.com og sea-distances.org.

Þegar kolefnisfótspor vegna flutninga á einstökum fisktegundum er skoðað kemur í ljóst að stærstu kolefnisfótsporin eru vegna flutnings á þorski, karfa og ufsa frá vinnslu félagsins til viðskiptavina. Útflutningur á þessum þremur tegundum nam 19.970 tonnum eða 88,5% af heildarútflutningi botnfiskafurða Brims árið 2020.

Ef kolefnisfótspor vegna flutnings á þessum tegundum er reiknað fyrir hvert kg CO2 ígilda á hvert tonn afurðar, kemur í ljós, að í þorski eru þau að meðaltali 339 kg, í karfa 244 kg og í ufsa 199 kg.

Við útflutning á 22.565 tonnum af botnfiskafurðum félagsins losna að meðaltali um 259 kg af CO2 ígildum á hvert tonn afurðar.

Kolefnisfótspor flutninga á frystum og ferskum botnfiskafurðum

Sjófrystar afurðir Skip Flug Samtals
Magn tonn 15.089 15.089
CO2 tonn ígildi 2.820 2.820
CO2 tonn % 100% 100%
Landfrystar afurðir Skip Samtals
Magn tonn 3.507 3.507
CO2 tonn ígildi 588 588
CO2 tonn % 100% 100%
Ferskur fiskur Skip Flug Samtals
Magn tonn 3.355 615 3.969
CO2 tonn ígildi 405 2.029 2.434
CO2 tonn % 85% 15% 100%
Samtals magn í tonnum 21.951 615 22.565
Samtals magn í % 97% 3% 100%
Samtals CO2 ígildi í tonnum 3.813 2.029 5.842
Samtals CO2 ígildi í % 65,3% 34,7% 100%

*Losun gróðurhúsalofttegunda er venjulega mæld í tonnum svokallaðra koltvísýringsígilda (tCOÍ). Koltvísýringsígildi er mælieining sem lýsir því magni koltvísýrings sem hefur sama hnatthlýnunarmátt GWP (Global Warming Potential) og tiltekin blanda annarra gróðurhúsalofttegunda. Til að mynda jafngildir metan (CH₄) 28 koltvísýringsígildum og (nituroxíð (N₂O) 265 koltvísýringsígildum.

** Við útreikninga á áætluðum CO2 ígilda eru notaðar reiknivélar Eimskips, Samskipa, Icelandair, Pier2Pier.com og sea-distances.org.

Hlutfall heildarútflutnings með skipum var 97% á árinu eða sem nemur 21.951 tonnum af afurðum. Kolefnisfótsporið vegna skipaflutninga var 3.813 tonn af CO2 ígildum eða 65,3% af heildarlosuninni.

Flugfrakt var á sama tíma 615 tonn eða 3% af útfluttu heildarmagni og losun á CO2 ígildum var 2.029 tonn. Það gerir 34,7% af heildar kolefnisfótspori vegna flutninga á afurðum Brims á erlenda markaði.

Það er ljóst að útflutningur með skipum er mun umhverfisvænni flutningsmáti en flutningur með flugi.

Kolefnisfótspor flutninga á frystum uppsjávarafurðum ásamt fiskimjöli og lýsi

Með útreikningi á kolefnisfótspori á flutningi uppsjávarafurða á erlenda markaði ásamt fiskimjöli og lýsi er Brim nú í fyrsta skiptið að birta heildar útreikning á kolefnisfótspori allra afurða félagsins.

Útflutt magn uppsjávarafurða á árinu var 25.727 tonn. Heildar kolefnislosun vegna flutninga nam 1.683 tonnum af CO2 ígildum sem er rúm 2,2% af heildarlosun félagsins. Þar sem upplýsingar um kolefnisfótspor uppsjávarafurða eru nú í fyrsta sinn færðar inn í umhverfisuppgjör félagsins þá veldur það hækkun á CO2 ígildum fyrir árið 2020, samanborið við uppgjör fyrri ára.

Fiskimjölsverksmiðjur Magn tonn CO2 tonn ígildi
Fiskimjöl og lýsi 20.032 970
Hlutfall magns og CO2 í % 78% 58%
Uppsjávarfrysting Magn tonn CO2 tonn í gildi
Frysting afurða 5.695 713
Hlutfall magns og CO2 í % 22% 42%
Samtals magn og CO2 í tonnum 25.727 1.683

*Losun gróðurhúsalofttegunda er venjulega mæld í tonnum svokallaðra koltvísýringsígilda (tCOÍ). Koltvísýringsígildi er mælieining sem lýsir því magni koltvísýrings sem hefur sama hnatthlýnunarmátt GWP (Global Warming Potential) og tiltekin blanda annarra gróðurhúsalofttegunda. Til að mynda jafngildir metan (CH₄) 28 koltvísýringsígildum og (nituroxíð (N₂O) 265 koltvísýringsígildum.

**Við útreikninga á áætluðum CO2 ígilda eru notaðar reiknivélar Eimskips, Samskipa, Icelandair, Pier2Pier.com og sea-distances.org

Hlutfall fiskimjöls og lýsis í heildarmagni útflutnings var 78% á árinu eða sem nemur 20.032 tonnum af afurðum. Kolefnisfótsporið vegna afðurðanna var 970 tonn af CO2 ígildum eða 58% af heildarlosuninni.

Hlutur frystra uppsjávarafurða var 22% af heildar útfluttu magni afurða eða 5.695 tonn. Kolefnisfótspor afurða var 713 tonn af CO2 ígildum eða 42% af heildarlosuninni.

Það er ljóst að útflutningur fiskimjöls og lýsis bera að meðaltali lægra kolefnisfótspor en flutningur á frystum uppsjárvarafurðum.

Kolefnisfótspor flutninga niður á helstu uppsjávarafurðir

Heiti Magn tonn Magn kg % tonn CO2 ígildi CO2 ígildi % Kg CO2 ígildi pr.tonn afurð
Kolmunni 10.373 40,3% 414 24,6% 40
Makríll 9.019 35,1% 719 42,7% 80
Síld 6.335 24,6% 550 32,7% 87
Samtals 25.726 100% 1.684 100% 65

* Taflan sýnir meðaltalsútreikning á CO2 ígildum af útfluttu heildarmagni uppsjávartegunda. Kolefnisfótspor einstakra tegunda ræðst af mismunandi vinnsluaðferðum, flutningsmáta, afhendingarskilmálum og markaðssvæðum. Mikilvægt er að taka tillit til þessara forsendna þegar verið er að álykta einhverjar niðurstöður út frá þessum tölum og berum saman á milli ára.

** Við útreikninga á áætluðum CO2 ígilda eru notaðar reiknivélar Eimskips, Samskipa, Icelandair, Pier2Pier.com og sea-distances.org.

Þegar við skoðum kolefnisfótspor á flutningi einstakra fisktegunda þá er stærsta kolefnisfótsporið vegna flutnings á makríl, síðan síld og loks kolmunna. Ef kolefnisfótspor vegna flutnings á þessum tegundum er reiknað fyrir hvert kg CO2 ígilda á hvert tonn afurðar, kemur í ljós, að í síld eru þau að meðaltali 87 kg, í makríl 80 kg og í kolmunna 40 kg.

Við útflutning á 25.727 tonnum af uppsjávarafurðum félagsins losna að meðaltali um 65 kg af CO2 ígildum á hvert tonn afurðar.

Áhugavert að vita!
Heildarlosun allra skipa félagsins á árinu var rúmlega 64 þúsund tonn af CO2 ígildum. Hlutfall losunar frá skipum er því 82% af heildar kolefnisfótspori félagsins.

Umhverfisuppgjör

Stöðugt hefur verið unnið að því frá árinu 2015 að bæta við nýjum losunarupplýsingum úr rekstri félagsins til að ná utan um kolefnisfótspor félagsins. Með umhverfisuppgjöri Brims fyrir árið 2020 kemst félagið mjög nálægt því að sýna heildar kolefnislosun vegna starfseminnar á árinu.

Vegna þessara viðbótarupplýsinga sem hafa verið að bættast við á hverju ári þá þarf að hafa í huga að samanburður á heildar kolefnislosun félagsins milli ára getur gefið ranga mynd af þróuninni. Í þessu sambandi væri réttara að skoða aðeins þá lið sem koma fram í meðfylgjandi umhverfisuppgjöri og ná aftur til ársins 2017.

Í umhverfisuppgjörinu í ár er nú í þriðja sinn gert grein fyrir losun vegna kælimiðla, ferða starfsmanna til og frá vinnu í Reykjavík og viðskiptaferða innanlands sem erlendis.

Umhverfisuppgjör ársins 2020 sýnir nú í fyrsta skipti kolefnislosun vegna:

  • Útflutnings á frystum uppsjávarafurðum ásamt fiskimjöli og lýsi. Á árinu á undan var í fyrsta sinn settar fram upplýsingar um losun vegna útflutnings á botnfiskafurðum félagsins.
  • Innanlandsflutninga með fiskafurðir ásamt öðrum flutningi á vörum á vegum félagsins um land allt.
  • Innflutnings á öllum umbúðum fyrir landvinnslu félagsins og vinnslu frystiskipa.

Á árinu kom Brim upp sínum eigin umhverfisgagnagrunni þar sem kolefnislosun notkunargagna frá rekstrinum er reiknuð eftir mismunandi skilgreiningum fyrir mismunandi þætti rekstrarins. Framsetning gagna byggist á aðferðafræði Green House Gas Protocol þar sem áherslan er á að tengja þau við staðlana Global Reporting Initiative (GRI) og Environmental, Social and Governance (ESG Reporting Guide).

EFLA verkfræðistofa var fengin til að yfirfarið framsetningu og staðreyna upplýsingar um umhverfislega þætti í samfélagsuppgjöri Brims og staðfestir með undirritun sinni að þær gefi réttar upplýsingar um umhverfisáhrif fyrirtækisins fyrir rekstrarárið 2020.

Meðfylgjandi er yfirlýsing skoðunarmanns:

Yfirlýsing skoðunarmanns

Losun gróðurhúsalofttegunda 2020 brotið niður á umfang 1, 2 og 3

Umfang 1 tCO2ígildi %
Frystiskip 27.168 34.8
Uppsjávarskip 20.799 26.7
Ísfiskskip 16.216 20.8
Kælimiðlar 2.834 3.6
Fiskimjölsverksmiðjur 1.327 1.7
Bifreiðar og vinnuvélar 120 0.2
Samtals 68.463 87.8
Umfang 2
Rafmagn 524 0,7
Umfang 3
Flutningur botnfiskafurða 5.842 7.5
Flutningur uppsjávarafurða 1.683 2.2
Úrgangur 728 0.9
Innanlandsflutningar 340 0.4
Flutningur umbúða og annarra aðfanga 197 0.3
Ferðir starfsmanna Reykjavík 144 0.2
Viðskiptaferðir 38 0.0
Samtals 8.973 11.5
Umfang 1, 2 og 3 alls 77.960 100

Samanburður á milli ára

Í umhverfisuppgjörinu hér að neðan er samanburður á milli ára yfir helstu þætti umhverfismála hjá Brimi. Samanburðinn milli ára þarf að taka með þeim fyrirvara að árlega hefur verið bætt við mælikvörðum til ná sem bestri yfirsýn yfir kolefnisuppgjör félagsins.



Eining 2020 2019 2018 2017
U1. Losun gróðurhúsalofttegunda
Umfang 1 tCO2íg 68.463 66.201 62.983 59.340
Umfang 2 tCO2íg 524 564 686 696
Umfang 3 tCO2íg 8.973 4.513 488 162
Kolefnisspor alls tCO2íg 77.960 71.278 64.156 60.198
U2. Losunarkræfni gróðurhúsalofttegunda
Losunarkræfni orku kg/CO2í/MWst 218 203 194 187
Losunarkræfni starfsmanna tCO2í/stöðugildi 86 80 81 72
Losunarkræfni á hvern fermeter kgCO2í/m2 1.113 1.174 1.152 1.014
Losunarkræfni heildartekna tCO2í/m.eur 226 244 296 277
U3. Orkunotkun
Orka vegna notkunar jarðefnaeldsneytis kWst 239.483.301 249.982.922 244.186.930 243.089.969
Raforkunotkun kWst 49.065.946 50.231.379 64.333.016 62.907.370
Orka frá heitu vatni til húshitunar kWst 14.693.256 13.866.060 13.608.598 16.155.210
Endurnýjanleg orkunotkun alls kWst 303.242.503 314.080.361 322.128.544 322.152.549
U4. Orkukræfni
Starfsmanna kWst/stöðugildi 394.334 393.584 416.725 383.972
Heildartekna kWst/m.eur 1.037.081 1.201.991 1.528.849 1.482.524
Fermetra kWst/m2 5.106 5.798 5.946 5.424
Veiða kWst/veitt tonn 2.369 2.251 1.928 2.113
U5. Samsetning orku
Eldsneytisnotkun skipa lítrar 22.518.645 21.754.487 21.301.291 19.792.119
Eldsneytisnotkun fiskimjölsverksmiðja lítrar 463.683 347.982 973.444 1.052.625
Eldsneytisnotkun bifreiða og tækja lítrar 44.430 47.861 42.179 60.313
Jarðefnaeldsneyti alls lítrar 23.026.758 22.150.330 22.316.914 20.905.057
Jarðefnaeldsneyti % 79,0% 79.6% 75.8% 75.5%
Endurnýjanleg orka % 21.0% 20.4% 24.2% 24.5%
U6. Vatnsnotkun
Kalt vatn 377.301 611.470 758.932 732.605
Heitt vatn 253.332 239.070 234.631 278.538
Vatnsnotkun alls 630.633 850.540 993.563 1.011.143
U7. Umhverfisstarfsemi
Fylgir fyrirtækið formlegri umhverfisstefnu já/nei
Fylgir fyrirtækið sérstökum úrgangs-,vatns-,orku-og/eða endurvinnslustefnu já/nei
Notar fyrirtækið viðurkennt orkustjórnunarkerfni já/nei
U8. Loftlagseftirlit stjórnar
Hefur stjórn yfirumsjón með /eða stýrir loftlagstengdri áhættu ? já/nei
U9. Loftlagseftirlit stjórnenda
Hefur framkvæmdastjórn yfirumsjón með og/eða stýrir loftlagstengdri áhættu ? já/nei
U10. Mildun loftlagsáhættu
Fjáfestingar í loftlagstengdum innviðum og vöruþróun Þús. kr. 486.388 78.825 429.493 209.546

Meðhöndlun úrgangs

Eining 2020 2019 2018 2017
Heildarmagn úrgangs kg 1.688.805 1.028.549 986.414 1.126.673
Framkvæmdaúrgangur kg 642.635 49.982 39.510 159.820
Lífrænn úrgangur frá framleiðsluferlum kg 70.514 40.212 144.558 131.186
Almennur rekstrarúrgangur kg 975.656 938.355 802.346 835.667
    Þar af flokkaður úrgangur kg 797.779 740.775 609.249 652.603
    Þar af til endurvinnslu kg 632.877 553.618 505.129 591.120
    Þar af óflokkaður úrgangur kg 177.877 197.580 193.097 183.064
Almennur rekstrarúrgangur til urðunar kg 342.779 384.737 297.217 244.547
Hlutfall flokkaðs rekstrarúrgangs % 82% 79% 76% 78%
Hlutfall endurunnins rekstrarúrgangs % 65% 59% 63% 71%
Losun vegna úrgangs samtals tCO2íg 728
Þar af framkvæmdaúrgangur tCO2íg 171
Þar af rekstrarúrgangur tCO2íg 465
Þar af lífrænn úrgangur frá framleiðsluferlum tCO2íg 92
Úrgangskræfni
Starfsmanna tonn/stöðugildi 2,20 1.29 1.28 1.34
Tekna (KPi2) tonn/m.eur 3,34 3.59 3.81 3.85

Meðhöndlun pappírs

Eining 2020 2019 2018 2017
Þyngd prentaðs pappírs kg 654 831 866 919
Heildarmagn prentaðs pappírs blaðsíður 131.128 166.642 173.656 184.275
     Þar af litaprentun % 57% 56% 58% 71%
     Þar af svarthvít prentun % 43% 44% 42% 29%
     Þar af prentun á báðar hliðar % 29% 28% 29% 23%

Veiði og eldsneytisnotkun

Eining 2020 2019 2018 2017
Veiði
Veiði ísfisktogara tonn 19.177 22.410 29.302 24.140
Veiði uppsjávarskipa tonn 81.582 88.725 119.950 109.281
Veiði frystitogara tonn 27.269 28.378 17.836 19.039
Heildarveiði tonn 128.028 139.513 167.088 152.460
Eldsneytisnotkun skipaflota
Eldsneytisnotkun ísfisktogara lítr. 5.689.281 5.650.710 6.796.681 5.956.214
     Þar af í rannsóknarstörf lítr. 298.068 372.498
     Olíunotkun/veitt tonn (VT) lítr./VT 281 236 232 247
     Losun GHL ísfisktogara tCO2í 16.216 16.113 18.865 16.221
     Losun GHL/veitt tonn (VT) tCO2í/VT 0.80 0.67 0.64 0.67
Eldsneytisnotkun uppsjávarskipa lítr. 7.297.512 6.144.762 8.194.585 6.463.549
     Olíunotkun/veitt tonn (VT) lítr./VT 89 69 68 59
     Losun GHL uppsjávarskipa tCO2í 20.799 17.288 22.746 18.356
     Losun GHL/veitt tonn (VT) tCO2í/VT 0,25 0.19 0.19 0.17
Eldsneytisnotkun frystitogara lítr. 9.531.852 9.959.015 6.310.025 7.372.356
     Olíunotkun/veitt tonn (VT) lítr./VT 350 351 354 387
     Losun GHL frystitogara tCO2í 27.168 28.392 17.515 20.525
     Losun GHL /veitt tonn (VT) tCO2í/VT 1.00 1.00 0.98 1.08
Heildareldsneytisnotkun skipaflotans lítr. 22.518.645 21.754.487 21.301.291 19.792.119
Heildarlosun GHL fiskiskipa tCO2í 64.183 61.793 59.126 55.102

Viðskiptaferðir

Eining 2020 2019 2018 2017
Viðskiptaferðir
Flug tCO2í 24 90
Bílaleigubílar tCO2í 14 15
Samtals tCO2í 38 105

Flutningur á umbúðum

Eining 2020 2019 2018 2017
Umbúðir
Keypt tré-og plastbretti undir afurðir tCO2í 103 100 75
Umbúðanotkun í vinnslu og frystitogurum tCO2í 94

Lykiltölur

Eining 2020 2019 2018 2017
Lykiltölur
Heildarvelta m€ 292 261 211 217
Fjöldi ársverka fj.áv. 769 798 773 839
Kolefnisgjald millj.kr. 263 226 197 127
Fjárfesting í sjálfbærni millj.kr. 486 79 429 210
Fjöldi mannvirkja fj. 25 23 23 26
     Stærð húsnæðis m2 59.394 54.174 54.172 59.394
Fjöldi skipa í rekstri að meðaltali yfir árið fj. 8 8 8 9
     Þar af ísfisktogarar - 3 3 4 4
    Þar af frystitogarar - 3 3 2 3
    Þar af uppsjávarskip - 2 2 2 2
Fjöldi bifreiða fj. 21 22 22 20
    Þar af rafmagnsbílar - 3 3 3 3
    Þar af tengitvinbílar - 2 1 3 2
Brot gegn umhverfislögum já/nei nei nei nei nei
Umhverfisstjórnunarkerfi já/nei
Samningar innihalda ákvæði um umhverfismál fj. 19 17 17 13

UFS leiðbeiningum Nasdaq er ætlað að birta upplýsingar um framangreinda þætti í rekstri fyrirtækja á skýran og aðgengilegan hátt fyrir fjárfesta og aðra hagsmunaaðila.