Starfsemin

Sjáfbærni

Með ábyrgum veiðum og vinnslu þar sem áhersla er á sjálfbæra nýtingu fiskistofna og nýsköpun munum við tryggja að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Stjórn Brims og framkvæmdastjórn fjalla reglulega um sjálfbærni á fundum sínum. Síðasta vor hélt stjórnin sérstakan vinnufund með framkvæmdastjórn og starfsmönnum félagsins sem vinna að þessum málum. Sjálfbærni fellur beint undir forstjóra Brims samkvæmt skipuriti.

UMGENGNI UM SJÁVARAUÐLINDIR

Brim leggur áherslu á góða umgengni um auðlindina. Félagið fer eftir öllum reglum og samþykktum sem gilda um veiðar og hefur enga aðkomu að sjóræningjaveiðum (e. Illegal, Unreported and Unregulated (IUU) Fishing). Mikilvægt er að skila vistkerfi sjávar í jafn góðu eða betra ástandi til komandi kynslóða. Á því byggist framtíð félagsins.

  • Hjá Brimi telst það til ábyrgra fiskveiða að nýta allan þann afla sem kemur í veiðarfæri fiskiskipa félagsins og hámarka þar með verðmætasköpunina. Brottkast afla er auk þess algjörlega óheimilt samkvæmt lögum um fiskveiðistjórnun.
  • Íslensk stjórnvöld setja strangar reglur um vigtun og skráningu sjávarafla og leggur starfsfólk Brims sig í líma um að fara eftir þeim. Það er mikið hagsmunamál fyrir Brim, íslenskan sjávarútveg og þjóðina alla að ástand fiskistofna sé heilbrigt og gott og upplýsingar um fiskveiðar og umgengni við vistkerfi hafsins séu traustar, rekjanlegar og gagnsæjar.
  • Botnfiskveiðar Brims fara svo til eingöngu fram með botnvörpu. Veiðarnar fara ávallt fram í samræmi við íslensk lög og eru allar lokanir virtar, hvort sem um ræðir tímabundnar lokanir á svæðum vegna hrygningar eða vegna viðkvæms lífríkis botnlífvera.
  • Fuglar og ýmsar sjávarlífverur lenda stundum í veiðarfærum skipa og fer tíðni slíkra atvika eftir því hvers konar veiðar eru stundaðar. Skip Brims hafa ekki fengið fugla í veiðarfærin en einstaka sinnum fá togarar félagsins hákarl. Hákarlinn er hirtur til vinnslu. Uppsjávarveiðiskip félagsins fá stundum hnúfubak í nótina og geta slíkar uppákomur tafið veiðar meðan verið er að stugga honum frá. Veiðum er hagað á þann hátt að reynt er að lágmarka líkur þess að hnúfubakur rati í veiðarfæri.

Heimsmarkmiðin

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Markmiðin, sem gilda á tímabilinu 2016-2030, eru 17 talsins með 169 undirmarkmið og taka bæði til innanlandsmála sem og alþjóðasamstarfs á gildistímanum. Aðalsmerki heimsmarkmiðanna er að þau eru algild og því hafa aðildarríkin skuldbundið sig til þess að vinna skipulega að innleiðingu markmiðanna bæði á innlendum og erlendum vettvangi út gildistíma þeirra. Stefnur Brims styðja við mörg heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna svo sem:

  • Nr. 3 - Heilsa og vellíðan
  • Nr. 5 - Jafnrétti kynjanna
  • Nr. 8 - Góð atvinna og hagvöxtur
  • Nr. 9 - Nýsköpun og uppbygging
  • Nr. 12 - Ábyrg neysla og framleiðsla
  • Nr. 13 - Aðgerðir í loftlagsmálum
  • Nr.14 - Líf í vatni
  • Nr. 15 - Líf á landi
  • Nr. 16 - Friður og réttlæti

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Áhugavert að vita!
Kolefnisfótspor síldar, makríls og kolmunna er með hæsta útreikning fyrir hvert kg CO2 ígilda á hvert tonn afurðar í útfluttu magni uppsjávarafurða félagsins. Fótspor þessara tegunda er að meðaltali 87 kg. í síld, 80 kg. í makríl og 40 kg. í kolmunna. Heildarútflutt magn allra uppsjávarafurða félagsins var 25.726 tonn og losaði það að meðaltali um 65 kg. CO2 ígilda á hvert tonn afurðar.

Stefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi í samfélagsábyrgð

Til þess að grafast fyrir um hvað má gera betur í sjávarútvegi og auka skilning og traust héldu Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi fjóra fundi um málefni sjávarútvegs síðari hluta vetrar 2020. Efni fundanna var gagnsæi, umhverfismál, samfélagslegur ábati og nýsköpun. Fundirnir voru hluti af vinnu við stefnumótun greinarinnar í samfélagsábyrgð og tekið var mið af sjónarmiðum sem þar komu fram, bæði frá frummælendum og áheyrendum. Í kjölfarið af þessari vinnu varð til samfélagsstefna sjávarútvegsins undir kjörorðinu „Ábyrgur sjávarútvegur í sátt við umhverfi og samfélag“. Í september 2020 skrifaði Brim ásamt öðrum sjávarútvegsfélögum innan vébanda SFS undir stefnuna. Formáli stefnunnar er á þessa leið:

Þetta er í okkar höndum

„Íslenskur sjávarútvegur tekur hlutverk sitt alvarlega sem framleiðandi matvæla og ein af burðarstoðum efnahagslegrar hagsældar þjóðarinnar. Fyrirtæki innan vébanda Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi hafa markað sér stefnu í samfélagsábyrgð sem grundvallast á heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbæra þróun. Heimsmarkmiðin voru samþykkt af fulltrúum allra aðildarríkja Sameinuðu þjóðanna í september árið 2015. Vísað er til markmiðanna í samfélagsstefnu sjávarútvegs. Stefnan verður endurskoðuð reglulega. Forsvarsmaður fyrirtækis, sem ritar undir stefnuna, ber ábyrgð á að henni sé framfylgt".

Í framhaldi af samþykkt Brims á samfélagsstefnu Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi var stefnan kynnt starfsmönnum félagsins á fjarfundum og auk þess voru útbúin kynningarplaggöt sem hengd voru upp á öllum starfsstöðvum félagsins til lands og sjós. Samfélagsstefnan var einnig kynnt á Workplace síðu Brims, þar sem starfsmönnum gefst tækifæri til að skiptast á upplýsingum og hugmyndum um umhverfis-og samfélagsmál.

Samfélagsstefna Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi

Ábyrgar veiðar

Fiskveiðistjórnun á Íslandsmiðum fer eftir lögum um stjórn fiskveiða nr. 116/2006. Lögin grundvallast á aflamarkskerfi í þeim tegundum sem háðar eru veiðitakmörkunum. Þetta samræmist því sem alþjóðasamfélagið hefur skilgreint sem góða stjórn fiskveiða á vettvangi Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna (FAO).
Stjórnvöld vinna í samráði við hagaðila að því að tryggja sjálfbæra nýtingu á auðlindinni. Ákvarðanir eru ávallt teknar á vísindalegum forsendum. Ráðherra ákveður, að fengnum tillögum Hafrannsóknastofnunar, heildarafla sem veiða má á ákveðnu tímabili úr einstökum nytjastofnum.

Stjórn fiskveiða á Íslandsmiðum byggist á þremur grundvallaraðferðum:

  • Aflareglu sem er þróuð fyrir hvern nytjastofn.
  • Reglum um útbúnað veiðarfæra. Áhersla er lögð á kjörhæfni veiðarfæra sem þýðir að reynt er að veiða einungis þær tegundir og þá stærð af fiski sem leitað er eftir.
  • Verndun og lokun tiltekinna svæða. Í þessu felst að viss veiðarfæri eru bönnuð á tilteknum svæðum eða þá að svæði eru algjörlega lokuð fyrir veiðum. Þetta er gert til að vernda t.d. hrygningarfisk og ungviði.

Fiskistofa annast framkvæmd laga og reglna um stjórnun fiskveiða og sér um söfnun og úrvinnslu upplýsinga í sjávarútvegi.

Samstarf um sjálfbæra nýtingu fiskistofna

Brim tekur virkan þátt í samstarfi sem stuðlar að sjálfbærri nýtingu fiskstofna og ábyrgð gagnvart umhverfi og samfélagi. Markmið með þátttöku Brims er að stuðla að samvinnu um faglega nýtingu fiskstofna innan íslenskrar lögsögu og tryggja markaðsaðgengi.

  • Ábyrgar fiskveiðar ses. er sjálfeignarstofnun sem á og annast rekstur vörumerkja um ábyrgar fiskveiðar, Iceland Responsible Fisheries og sér um vottun á ábyrgum fiskveiðum Íslendinga. Markaðssetning á merkinu er í höndum Íslandsstofu og á Brim fulltrúa í stjórn sjálfseignarstofnunarinnar og í fagráði sjávarútvegs hjá Íslandsstofu.
  • Brim er hluthafi í Icelandic Sustainable Fisheries ehf. sem hefur þann tilgang að afla vottana gagnvart staðli Marine Stewardship Council (MSC). Þátttaka í félaginu veitir aðgang að MSC-vottunum fiskistofna við Ísland.
  • Brim er bakhjarl samtakanna Global Sustainable Seafood Initiative (GSSI). Markmiðið með starfsemi GSSI er að auka gagnsæi í vottunum um sjálfbærni í sjávarútvegi og fiskeldi. Fyrirtæki með aðild að GSSI hafa skuldbundið sig til að viðurkenna vottunarverkefni sem standast GSSI-úttekt þegar kemur að sölu sjávarafurða.

Iceland Responsible Fisheries

Árið 2011 gerðist Brim stofnfélagi að sjálfseignarstofnuninni Ábyrgar fiskveiðar. Tilgangur félagsins er að eiga og annast rekstur vörumerkja um ábyrgar fiskveiðar, gerð og viðhald samninga um vottun ábyrgra fiskveiða, miðlun upplýsinga um fiskveiðar Íslendinga með sérstaka áherslu á kaupendur og neytendur íslenskra sjávarafurða og önnur skyld verkefni. Markmið félagsins er að stuðla að og viðhalda ábyrgum fiskveiðum til hagsbóta fyrir komandi kynslóðir. Félagið starfar á kostnaðargrunni (non-profit organization).

Gerð er krafa um að aflaregla eða sambærileg aðferðafræði gildi við stjórn fiskveiða til að IRF vottun sé möguleg. Sameiginlegt er fyrir veiðar úr framangreindum fiskistofnum að veiðunum er stjórnað með aflareglu. Aðferðafræði við setningu aflareglu er yfirfarin og staðfest af Alþjóðahafrannsóknaráðinu, ICES.

Allar veiðar Brims innan íslenskrar lögsögu úr þessum stofnum falla undir vottunina á stofnunum. Starfsstöðvar fyrirtækisins í Reykjavík og Vopnafirði eru jafnframt með rekjanleikavottun sem staðfestir að þær vörur, sem framleiddar eru, eru rekjanlegar frá veiðum (e. chain of custody).

Vottaðir stofnar samkvæmt IRF Upphafstími vottunar Staða
Þorskur Desember 2010 Í gildi
Ufsi Október 2013 Í gildi
Ýsa Október 2013 Í gildi
Gullkarfi Maí 2014 Í gildi
Íslensk sumargotssíld Ágúst 2019 Í gildi
Langa Ágúst 2019 Í gildi
Keila Ágúst 2019 Í gildi

Marine Stewardship Council

Brim er hluthafi í ISF (Icelandic Sustainable Fisheries), félagi sem stofnað var árið 2012 af fyrirtækjum í veiðum, framleiðslu og sölu íslenskra sjávarafurða. Tilgangur ISF er að afla vottana á veiðarfæri og fiskistofna sem nýttir eru við Ísland. ISF leitar vottana gagnvart staðli Marine Stewardship Council (MSC) og hafa hluthafar félagsins aðgang að vottun þeirra tegunda sem veiddar eru í íslenskri lögsögu.

Allar starfsstöðvar félagsins hafa rekjanleikavottun MSC (e. chain of custody) sem gerir Brimi kleift að selja afurðir sem unnar eru úr MSC-vottuðum stofnum sem slíkar. Taflan sýndir helstu fisktegundir sem eru með MSC vottaðar veiðar við Ísland.

Fisktegund Gildir til árs Fisktegund Gildir til árs
Þorskur 2022 Ýsa 2022
Ufsi 2024 Gullkarfi 2024
Íslensk síld 2025 Grálúða 2022
Loðna 2022

Botnfisksvið

Útgerð

Í lok árs voru sjö skip í rekstri félagsins sem tilheyrðu botnfisksviði. Frystitogararnir Höfrungur III AK, Örfirisey RE og Vigri RE, sem tilheyrir Ögurvík ehf. dótturfyrirtæki Brims. Ísfisktogararnir Akurey AK, Helga María AK og Viðey RE ásamt einum krókabát Kristjáni HF sem tilheyrir Grunni ehf.

Akurey og Viðey fóru bæði í breytingar um mitt ár þar sem bætt var við þriðju togvindunni um borð en það gerir skipunum kleift að veiða með tveimur trollum samtímis í stað eins. Markmiðið með þessum breytingum er annars vegar að fara betur með aflann og hins vegar að auka veitt magn með minni olíunotkun og draga þannig úr neikvæðum umhverfisáhrifum.

Annað sumarið í röð var ísfisktogarinn Helga María AK leigður til grænlensku hafrannsóknastofnunarinnar til rannsóknarleiðangurs sem stóð frá maílokum fram í byrjun ágúst. Fyrri hluta ársins og eins þegar verkefni Helgu Maríu lauk á Grænlandi var hún í rekstri félagsins.

Heildarafli togara var 45.326 tonn en var 50.469 tonn árið 2019. Afli á úthaldsdag var 27,7 tonn en 29,2 tonn árið 2019.

Kristján HF veiddi 1.100 tonn, miðað við slægðan afla frá maí byrjun til ársloka.

Botnfiskafli

Afli og verðmæti botnfiskskipa

2020 2019
Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra) Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra)
Ísfisktogarar 19.179 29.710 22.091 33.440
Akurey 6.065 9.524 7.677 11.627
Engey 0 0 3.161 4.619
Viðey 6.740 10.555 8.706 13.377
Helga María 5.264 7.778 2.547 3.817
*Kristján 1.110 1.853 0 0
Frystitogarar 27.258 64.802 28.378 71.518
Örfirisey 8.778 21.339 10.210 26.286
Vigri 9.459 22.554 9.868 24.592
Höfrungur III 9.021 20.909 8.300 20.640
Samtals 46.437 94.512 50.469 104.958

*Kristján frá maí - des 2020

Úthlutun og ráðstöfun afla árið 2020 (tonn) - botnfiskur

Tegund Þorskur Barentshafi Þorskur Ýsa Ufsi Gullkarfi Djúpkarfi Grálúða Aðrar tegundir
Staða 31.12.2019 10.770 1.619 10.222 5.888 1.752 1.779 3.058
Kristján 30.04.2020 730 98 114 23
Úthlutun 1.531 16.055 3.172 12.595 9.252 3.382 1.452 3.469
Skipti, frá öðrum/(til annarra) 1.067 349 (717) (160) 155 520 (526) (955)
Tegundatilfærsla 497 (1.763) 721 (493) 175 (176)
*Annað 665 (299) (26) 392 429 95 341
Samtals 3.263 27.605 4.669 20.982 16.408 5.590 2.975 5.760
Veiði 2020 (3.263) (15.316) (3.144) (8.181) (9.761) (3.305) (1.215) (2.229)
Staða 31.12.2020 0 12.289 1.525 12.801 6.647 2.285 1.760 3.531

*Annað er skiptipottar, leiðrétting vegna íss, utankvótategundir, geymslur, vs-afli, undirmál og heimildir sem falla niður.

Landvinnsla

Afli til vinnslu í Norðurgarði var 14.692 tonn en var árið á undan 22.758 tonn. Minna móttekið magn þetta árið upp á rúm 8.000 tonn skýrist af vinnslustoppi í þrjá mánuði um mitt ár þegar farið var í mikla endurnýjun á vinnsluhúsnæði og búnaði í botnfiskvinnslu félagsins við Norðurgarð.

Helstu breytingar frá gömlu vinnslunni eru vatnsskurðarvélar sem skera flökin í bita og sjáfvirk pökkun, frágangur og stöflun á ferskum afurðum ásamt aukinni afkastagetu til frystingar. Allt ferlið hefur verið straumlínulagað með þeim hætti að hráefni og afurðir taki sem stystan tíma að fara í gegnum allt vinnsluferlið. Markmiðið með þessum breytingum er að ná fram jafnari og betri gæðum afurða, aukinni nýtingu á verðmætari afurðum, auknum afköstum á manntíma og ekki síst með bættri vinnuaðstöðu starfsfólks. Samtímis var innleitt nýtt þrifakerfi en markmið kerfisins er að daga úr neikvæðum umhverfisáhrifum með því að stýra vatnsnotkun og notkun þrifaefna með markvissari hætti.

Fiskvinnslan Kambur ehf. sem nú er hluti af samstæðu félagsins vann um 3.774 tonn af slægðum afla á árinu 2020. Aðallega þorsk en einnig ýsu.

Botnfiskafli til vinnslu (tonn)

2020 2019
Norðurgarður *Kambur Samtals Norðurgarður Samtals
Þorskur 7.640 3.573 11.213 11.844 11.844
Ufsi 2.690 2.690 4.981 4.981
Karfi 4.362 4.362 5.933 5.933
Ýsa 201 201
Samtals 14.692 3.774 18.466 22.758 22.758

*Kambur frá maí - des 2020

Áhugavert að vita!
Kolefnisfótspor þorsks, karfa og ufsa er með hæsta útreikning fyrir hvert kg CO2 ígilda á hvert tonn afurðar í útfluttu magni botnfisks. Fótspor þessara tegunda er að meðaltali 339 kg. í þorski, 244 kg. í karfa og 199 kg. í ufsa. Heildar útflutt magn allra botnfiskafurða félagsins var 22.565 tonn og losaði það að meðaltali um 259 kg. CO2 ígilda á hvert tonn afurðar.

Uppsjávarsvið

Útgerð

Brim gerði út tvö uppsjávarskip á árinu og var útgerðarmynstur þeirra svipað og árið 2019. Heildarafli skipanna var 7.143 tonnum minni árið 2020 en 2019 eða 81.582 tonn samanborið við 88.725 tonn árið áður. Munar það mestu um slaka kolmunnaveiði í erfiðu tíðarfari á fyrstu mánuðum ársins.

Brim keypti seint á árinu 50% hlut í eignarhaldsfélaginu Guðrún Þorkelsdóttir ehf. Félagið gerir út uppsjávarskipið Guðrúnu Þorkelsdóttur SU.

Makrílveiðar hófust upp úr miðjum júní, um tveimur vikum fyrr en árið áður. Veiðum lauk fyrri hluta september líkt og síðustu ár. Allur aflinn var veiddur af uppsjávarskipum félagsins og honum landað á Vopnafirði. Veiðar úr norsk-íslenska síldarstofninum hófust í september og lauk í lok þess mánaðar.

Veiðar á íslenskri síld fóru að hluta til fram yfir sumartímann sem meðafli með makrílveiðum en veiðum lauk þó ekki fyrr en undir lok árs.

Kolmunnaveiðar hófust í janúar með takmörkuðum árangri sökum veðurs. Í lok febrúar fór veiðin að ganga betur og var hún með góðu móti út maí þó veiðin hafi verið undir áætlun.

Uppsjávarafli

Afli og verðmæti uppsjávarskipa

2020 2019
Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra) Afli (tonn) Verðmæti (þús.evra)
Venus 42.001 10.544 47.279 12.221
Víkingur 39.581 10.198 41.446 10.461
Samtals 81.582 20.742 88.725 22.682

Úthlutun og ráðstöfun afla árið 2020 (tonn) - uppsjávarfiskur

Tegund Loðna Síld NÍ-síld Makríll Kolmunni Aðrar tegundir
Staða 31.12.2019 0 2.905 (1.866) 2.939 2.918 0
Úthlutun 0 3.728 12.186 20.157 48.164 0
Skipti, frá öðrum/(til annarra) 0 (83) 0 838 (8.254) 0
*Annað 0 0 292 968 1.041 31
Samtals 0 6.550 10.612 24.902 43.869 31
Veiði 2020 0 (4.840) (11.432) (21.498) (43.781) (31)
Staða 31.12.2020 0 1.710 (820) 3.404 88 0

*Annað er skiptipottar, leiðrétting vegna íss, utankvótategundir, geymslur, undirmál og heimildir sem falla niður.

Áhugavert að vita!
Heildarafli uppsjávarskipa var 81.582 tonn árið 2020 en 88.725 tonn árið 2019 eða 7.143 tonnum minni árið 2020 en 2019. Afli á úthaldsdag var 190 tonn árið 2020 en 245 tonn árið 2019.

Landvinnsla

Landvinnsla félagsins á Vopnafirði gekk ágætlega á árinu 2020 þó stóran hluta hafi vantað í vinnsluna vegna loðnubrests.

Markvisst hefur verið unnið að því að finna arðbær verkefni fyrir botnfiskvinnsluna á milli uppsjávarvertíða. Netabáturinn Erling KE var leigður til grálúðuveiða og gekk vinnsla aflans afar vel þó útgerð skipsins hafi ekki staðið undir væntingum.

Unnin var grásleppa frá mars fram í lok maí ásamt því að tilraunir með vinnslu annarra fisktegunda gáfu ágæta raun.

Makríll var unninn frá júní fram í september og gekk sú vinnsla vel og voru markaðsaðstæður hagfelldar líkt og árið áður. Framleiðsla afurða úr norsk íslensku síldinni tók svo við af makrílnum með haustinu og í kjölfarið var íslenska síldin tekin í vinnslu undir lok árs. Síldarmarkaðurinn hefur styrkst enn frekar frá fyrra ári.

Á árinu gekk Brim frá samkomulagi um kaup á þriðjungs hlut í Iceland Pelagic ehf. af Ísfélagi Vestmannaeyja og Skinney-Þinganes. Félagið er sölufyrirtæki sem selur aðallega frosnar uppsjávarafurðir á erlenda markaði, aðallega til Austur-Evrópu og Asíu. Samvinna Brims og Iceland Pelagic fór vel af stað og standa væntingar til þess að hún muni aukast frekar og skila auknum verðmætum í starfsemina á komandi árum.

Móttekinn afli í fiskmjölsverksmiðjum (tonn)

2020 2019
Akranes Vopnafjörður Samtals Akranes Vopnafjörður Samtals
Loðna 0 0
Síld 9.956 9.956 8.948 8.948
Makríll 10.166 10.166 6.785 6.785
Kolmunni 52.035 52.035 55.392 55.392
Annað 2.815 30 2.845 4.172 16 4.188
2.815 72.187 75.002 4.172 71.141 75.313

Frystar uppsjávarafurðir (tonn)

2020 2019
Akranes Vopnafjörður Samtals Akranes Vopnafjörður Samtals
Loðna fryst 0 0
Loðnuhrogn 0 0
Síld 6.165 6.165 7.602 7.602
Makríll 11.075 11.075 11.392 11.392
0 17.240 17.240 0 18.994 18.994

Skipafloti félagsins

Ísfiskskipin þrjú, Akurey, Viðey og Helga María, voru öll í fullum rekstri framan af ári. Í sumar var ráðist í breytingar á Akurey og Viðey þar sem þriðju togvindunni var komið fyrir þannig að hægt er að stunda veiðar með tveimur trollum. Þessar breytingar tókust vel og hafa skilað góðum árangri. Markmiðið með þessum breytingum var meðal annars að auka veiðimagn með minni olíunotkun á veitt tonn og draga þannig úr neikvæðum umhverfisáhrifum. Samhliða þessum breytingum voru skipin tekin í reglubundinn slipp þar sem almennu viðhaldi var sinnt. Vegna þessa var Akurey frá veiðum í 8 vikur og Viðey frá veiðum í rúmar 6 vikur.

Frystitogararnir Höfrungur III og Vigri voru í fullum rekstri allt árið. Þriðji frystitogarinn Örfirisey var einnig í fullum rekstri nema hvað skipið var frá veiðum í 6 vikur í haust vegna slipptöku, reglubundins viðhalds og breytinga. Breytingarnar fólust í fjölgun grandaraspila og breytinga á togdekki til að auka afkastagetu og létta vinnu áhafnar þegar skipið stundar veiðar með tvö troll.

Talsverð vinna var í tengslum við nýsmíði félagsins á Spáni, bæði á Íslandi og á Spáni. Skipið var afhent í maí og hefur verið selt til félags á Grænlandi. Eftir afhendingu fór mikill tími í að samkeyra allan búnað bæði fiskvinnsluna, bræðsluna og annan búnað skipsins. Einnig þurfti að sníða af þá hnökra sem alltaf fylgja verkefnum af þessari stærðargráðu. Þetta tók talsverðan tíma enda um mikinn og flókinn búnað að ræða. Skipið er komið í fullan rekstur og hefur gengið vel í alla staði og er skipið að standast þær væntinga sem til þess voru gerðar.

Engin loðnuvertíð var á árinu frekar en árið á undan og hafði það mikil áhrif á rekstur uppsjávarskipanna. Loðnubresturinn veldur því að skipin lágu við bryggju vegna verkefnaskorts í nokkrar vikur. Rekstur þeirra gekk annars vel og eru bæði skipin að skila því sem lagt var upp með í byrjun. Þessi öflugu skip gera félaginu kleift að sækja á fjarlæg mið á mun öruggari hátt en áður.

Ísfisktogarar

Akurey AK 10
Akurey AK 10
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75 m
Breidd:
13,5 m
Djúprista:
4,7 m
Helga María AK 16
Helga María AK 16
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1469,7
Lengd:
56,86 m
Breidd:
12,6 m
Djúprista:
7,7 m
Viðey RE 50
Viðey RE 50
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2017
Brt:
1827
Lengd:
54,75 m
Breidd:
13,5 m
Djúprista:
4,7 m

Frystitogarar

Höfrungur III AK 250
Höfrungur III AK 250
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1521
Lengd:
55,6 m
Breidd:
12,8 m
Djúprista:
8 m
Vigri RE 71
Vigri RE 71
Smíðað:
Noregur
Ár:
1992
Brt:
2157
Lengd:
66,96 m
Breidd:
13 m
Djúprista:
8,53 m
Örfirisey RE 4
Örfirisey RE 4
Smíðað:
Noregur
Ár:
1988
Brt:
1845
Lengd:
64,55 m
Breidd:
12,8 m
Djúprista:
8 m

Uppsjávarskip

Venus NS 150
Venus NS 150
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2015
Brt:
3672
Lengd:
80 m
Breidd:
17 m
Djúprista:
8,5 m
Víkingur AK 100
Víkingur AK 100
Smíðað:
Tyrkland
Ár:
2015
Brt:
3672
Lengd:
81 m
Breidd:
17 m
Djúprista:
8,5 m

Krókabátur

Kristján HF 100
Kristján HF 100
Smíðað:
Hafnarfjörður
Ár:
2018
Brt:
29,67
Lengd:
13,21 m
Breidd:
5,47 m
Djúprista:
2,65 m
Áhugavert að vita!
Frá starfsemi Brims og dótturfélaga, féllu um 35 tonn af plastúrgangi á árinu. Um 27 tonn af plastinu eða 77% fóru til endurvinnslu en 23% eða 8 tonn fór til urðunar. Brim hefur sett sér það markmið að allt plast fari til endurvinnslu.

Markaðsmál

Áhersla er lögð á að selja vörur milliliðalaust til viðskiptavina á erlendri grundu. Víðtæk þekking á allri virðiskeðjunni, allt frá veiðum til markaða, er mikilvæg, svo hægt sé að samræma fjölbreytt vöruframboð við kröfur kaupenda og neytenda.

Viðskiptavinir félagsins eru flestir dreifiaðilar eða framleiðslufyrirtæki og eru neytendavörur bæði seldar á veitingamarkaði og í smásölu undir vörumerkjum kaupenda eða smásala. Uppbygging langtíma viðskiptasambanda er mikilvægur hluti af markaðsnálgun félagsins og við val viðskiptavina er lögð áhersla á náið samstarf og aðgang að markaði sem hentar framleiðsluvörum Brims. Áhersla er lögð á að einfalt sé að eiga viðskipti við Brim og að viðskiptavinir upplifi alltaf góða þjónustu. Reglulega eru þarfir viðskiptavina metnar ásamt upplifun þeirra af bæði vörum og þjónustu Brims. Niðurstöður eru nýttar til að bæta þjónustuna til að unnt sé að sinna viðskiptavinum sem best og eru þær hvatning fyrir starfsfólk til að viðhalda háu þjónustustigi við viðskiptavini.

Markaðslönd

Árið 2020 voru afurðir seldar til 31 landa en salan til þeirra 10 stærstu nam um 85% af söluverðmætunum. Mikilvægustu markaðir ársins 2020 voru Bretland, Frakkland, Noregur, Pólland og Bandaríkin. Um 63% af heildarsöluverðmætum félagsins á árinu 2020 eru vegna sölu til þessara fimm markaða. Rússlandsmarkaður, sem verið hefur mikilvægur markaður fyrir afurðir félagsins, hefur verið lokaður síðan í ágúst 2015 vegna banns á innflutningi matvæla frá Íslandi.

Markaðslönd án sölufélaga

Sala eftir tegundum - móðurfélag

Markaðssamskipti

Á vefsíðu Brims birtast reglulega fréttir af starfsemi félagsins, á íslensku og ensku og er þeim einnig miðlað í gegnum samfélagsmiðla á vegum félagsins. Félagið gefur út ýmsa kynningarbæklinga þar sem framleiðsluafurðir þess eru kynntar ásamt því að fréttum af starfsemi félagsins er komið á framfæri, bæði á íslensku og ensku. Árlega hefur Brim verið með veglegan sýningarbás á alþjóðlegu sjávarútvegssýningunni í Brussel sem er sú stærsta sinnar tegundar í heiminum. Jafnframt er félagið þátttakandi í öðrum mikilvægum sýningum, s.s. alþjóðlegu sjávarútvegssýningunum í Boston og Qingdao. Á árinu 2020 féll niður allt sýningahald í heiminum vegna Covid-19.

Vörumerki

Brim framleiðir og markaðssetur sínar vörur í eigin umbúðum, undir eigin vörumerki og undir vörumerkjum dótturfélaganna.

Gæði og rekjanleiki

Á öllum starfsstöðvum félagsins liggur matvæla- eða fóðuröryggiskerfi til grundvallar starfseminni eins og lög kveða á um. Allt hráefni og sérhvert skref framleiðslunnar eru metin með tilliti til hættu og hún lágmörkuð með kerfisbundnum hætti. Allar afurðir félagsins eru framleiddar samkvæmt þessum gæðakerfum.

Allar starfsstöðvar til sjós og lands eru undir opinberu eftirliti Matvælastofnunar (MAST) sem fylgist með því að farið sé að lögum og reglum. Eftirlit MAST byggist á eftirlitsskoðunum sem fara í sumum tilvikum fram án nokkurs fyrirvara.

Í starfsstöðvum í landi byggjast þessi kerfi á alþjóðlegum stöðlum. Starfsemi félagsins í fiskiðjuverum í Reykjavík og á Vopnafirði eru vottaðar samkvæmt IFS-staðlinum (International Featured Standards). Þetta er alþjóðlega viðurkenndur staðall og einn hinna mest notuðu á sviði matvælaöryggis. Þessir meginstaðlar matvælaöryggis eru samræmdir undir merkjum Global Food Safety Initiative (GFSI).

Fiskimjölsverksmiðjurnar á Akranesi og Vopnafirði eru vottaðar samkvæmt FEMAS-staðli (Feed Materials Assurance Scheme). FEMAS er alþjóðlegur fóðuröryggisstaðall fyrir afurðir framleiddar í dýrafóður.

Árið 2020 voru 65% afurða félagsins með vottun frá þriðja aðila gagnvart alþjóðlegum matvæla-og fóðuröryggisstöðlum.

Starfsstöð Vottun
Norðurgarður - fiskiðjuver IFS foods
Vopnafjörður – fiskiðjuver IFS foods
Vopnafjörður - uppsjávarfrystihús IFS foods
Vopnafjörður - fiskimjölsverksmiðja FEMAS
Akranes - fiskimjölsverksmiðja FEMAS
Akranes - uppsjávarfrystihús*
Frystiskip

* Framleiðsla loðnuhrogna er ekki umfangsvottuð þar sem hún tekur mjög stuttan tíma og því torvelt að koma því við að úttektaraðili sjái framleiðsluna. Engar loðnuveiðar og/eða vinnsla voru stundaðar á árinu.

Engar innkallanir voru gerðar árið 2020, hvorki vegna merkinga né nokkurra annarra orsaka. Á því tímabili, sem skýrslan nær til, voru ekki skjalfest nein alvarleg frávik frá reglum félagsins varðandi upplýsingagjöf eða merkingar á afurðum félagsins.

Vottuð gæðakerfi félagsins ná meðal annars til þess að meta ánægju viðskiptavina. Verklagið kveður á um að matið skuli ná til viðskiptavina sem standa fyrir að minnsta kosti 80% af veltu. Þetta mat fer fram árlega og var síðast gert í janúar 2021, fyrir árið 2020. Brim hefur sett sér stefnu um vörugæði sem nálgast má hér, Gæðastefna Brims.

Rekjanleiki

Brim veiðir einungis villtan fisk og eru afurðir félagsins í öllum tilvikum hreinar og náttúrulega heilnæmar sjávarafurðir. Rekjanleiki afurða er mikilvægur hluti matvælaframleiðslu. Matvæla- og fóðuröryggiskerfi Brims byggjast á því að rekja megi vöruna frá uppruna hennar og allt til viðskiptavinar. Við veiðar eru skráðar niður nákvæmar upplýsingar um afla, svo sem veiðisvæði, veiðarfæri, samsetningu afla, magn og fleira. Uppruna hráefnis í vinnslu er svo haldið til haga og hann tengdur við tilbúnar vörur. Enn fremur er haldið utan um ráðstöfun allra afurða. Þannig eru allar afurðir rekjanlegar frá viðtakanda og aftur til hráefnis. Þessi rekjanleiki er prófaður reglulega í innra eftirliti félagsins og einnig í ytri úttektum á kerfum félagsins, meðal annars í úttektum tengdum upprunavottunum.

Afurðir félagsins eru í öllum tilvikum merktar í samræmi við reglur um merkingar á sjávarfangi. Þannig er ávallt ljóst um hvaða fisktegund og veiðisvæði er að ræða og eins hvaða veiðarfæri voru notuð.

Dótturfélög

Vignir G. Jónsson ehf.

Vignir

Vignir G. Jónsson ehf. sérhæfir sig í fullvinnslu á hrognum og er einn stærsti einstaki kaupandi grásleppu- og þorskhrogna á landinu.

Rekstrartekjur á árinu voru 12,4 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 0,4 m€. Heildareignir í árslok námu 14,8 m€ en eigið fé var 11,1 m€ eða 76%.

Brim á 100% eignarhlut í Vigni G. Jónssyni ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 17,0 m€ í árslok 2020.

Ögurvík ehf.

Ögurvík.JPG

Ögurvík ehf. gerir út frystitogarann Vigra RE.

Rekstrartekjur á árinu voru 22,6 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 6,0 m€. Heildareignir í árslok námu 38,9 m€ en eigið fé var 20,2 m€ eða 52%.

Brim á 100% eignarhlut í Ögurvík ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 101,4 m€.

Fiskvinnslan Kambur ehf.

kambur logo 2

Brim keypti á árinu allt hlutafé í Fiskvinnslunni Kambi ehf. en félagið rekur fiskvinnslu í Hafnarfirði. Dótturfélög félagsins eru Grunnur ehf. og Stapavík hf. Félagið er hluti af samstæðu Brims frá 1. maí 2020.

Rekstrartekjur á tímabilinu maí til desember voru 12,9 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 3,0 m€. Heildareignir í árslok námu 26,3 m€ en eigið fé var 4,1 m€ eða 16%.

Brim á 100% eignarhlut í Fiskvinnslunni Kambi ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 17,4 m€.

Seafood Services ehf.

Seafood Services logo.png

Seafood Services ehf. er þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig í ýmiss konar þjónustu við sjávarútveginn.

Rekstrartekjur á árinu voru 2,1 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 0,3 m€. Heildareignir í árslok námu 1,3 m€ en eigið fé var 1,0 m€ eða 84%.

Brim á 100% eignarhlut í Seafood Services ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 1,8 m€.

Gjörvi ehf.

Gjörvi logo.JPG

Gjörvi ehf. sérhæfir sig í alhliða viðhaldsþjónustu til skipa og véla- og smíðavinnu, ásamt tengdri þjónustu, bæði til innlendra og erlendra aðila.

Rekstrartekjur á árinu voru 0,8 m€. Tap af rekstrinum nam 0,2 m€. Heildareignir í árslok námu 0,2 m€ en eigið fé var neikvætt um 0,3 m€.

Brim á 100% eignarhlut í Gjörva ehf. og nam bókfært verð eignarhlutarins 0,1 m€.

Sölufélög í Asíu

Brim_Seafood_logo.png

Brim á allt hlutafé í þremur sölufélögum í Asíu: Icelandic Japan KK, Icelandic China Trading Co. Ltd. og Icelandic Hong Kong Ltd.

Samanlagðar rekstrartekjur félaganna á árinu námu 107,5 m€. Hagnaður af rekstrinum nam 2,0 m€. Heildareignir í árslok námu 48,4 m€ en eigið fé var 15,3 m€.

Brim á 100% eignarhlut í félögunum og nam bókfært verð eignarhlutanna 30,6 m€.

Áhugavert að vita!
Hlutfall skipaflutninga af heildar útfluttu magni botnfiskafurða félagsins á árinu var um 21.951 tonn eða 97% og losaði það 3.813 tonn af kg CO2 ígildum, sem er um 65,3% af heildarlosuninni. Hlutfall flutninga með flugi var á sama tíma 615 tonn af afurðum eða 3% af heildinni og losaði það 2.029 tonn af kg CO2 ígildum eða 34,7% af heildar útfluttu magni félagsins.

Hlutdeildarfélög

Deris S.A.

Brim á 20% hlut í eignarhaldsfélaginu Deris S.A. í Síle. Deris á sjávarútvegsfélögin Friosur og Pesca Chile. Félögin gera út tvo frystitogara, tvö línuskip sem frysta aflann, þrjá ísfisktogara og eitt skip til ljósátuveiða. Auk þess rekur það eitt fiskiðjuver.

Tap af rekstri Deris árið 2020 var 1,2 m€. Áhrif félagsins á rekstur Brims voru neikvæð um 0,2 m€. Bókfært verð eignar Brims var 21,3 m€ í árslok 2020.

Guðrún Þorkelsdóttir ehf.

Brim keypti seint á árinu 50% hlut í eignarhaldsfélaginu Guðrún Þorkelsdóttir ehf. Félagið gerir út uppsjávarskipið Guðrúnu Þorkelsdóttur SU. Bókfært verð eignarhlutarins var 0,001 m€.

Iceland Pelagic ehf.

Brim keypti í maí 33% eignarhlut í Iceland Pelagic ehf. Félagið sérhæfir sig í sölu og dreifingu frystra sjávarafurða. Aðrir hluthafar eru Ísfélag Vestmannaeyja hf. og Skinney-Þinganes hf.

Hagnaður af rekstri Iceland Pelagic ehf. tímabilið maí til desember var 1,5 m€. Áhrif félagsins á rekstur Brims voru jákvæð um 0,5 m€. Bókfært verð eignar Brims var 2,6 m€ í árslok 2020.

Laugafiskur ehf.

Laugafiskur ehf. rekur fiskþurrkun á Reykjanesi og selur afurðir sínar til erlendra viðskiptavina. Félagið byggði upp öfluga þurrkstöð á Reykjanesi fyrir hausa og hryggi framleidda fyrir Nígeríumarkað. Ný verksmiðja tók til starfa á árinu 2020.

Brim á 33,3% eignarhlut í félaginu á móti Skinney-Þinganes hf. og Nesfiski ehf.

Hagnaður af rekstri Laugafisks ehf. árið 2020 var 0,7 m€. Áhrif félagsins á rekstur Brims voru jákvæð um 0,2 m€. Bókfært verð eignar Brims var 4,0 m€ í árslok 2020.

Marine Collagen ehf.

Brim á hlut í Marine Collagen þar sem stefnt er að framleiðslu á gelatíni og kollageni úr 4.000 tonnum af roði úr íslenskum botnfiski á ári. Framleiðsla hófst sumarið 2020.

Bókfært verð eignar Brims var 1,0 m€ í árslok 2020. Aðrir hluthafar eru Samherji hf., Vísir hf. og Þorbjörn hf., hver með 25% eignarhlut í félaginu.

Þórsberg ehf.

Brim eignaðist á árinu 41% hlut í Þórsbergi ehf. samhliða sölu á öllu hlutafé í Grábrók ehf. Þórsberg er útgerðarfélag á Tálknafirði sem gerir meðal annars út krókabátinn Indriða Kristins BA. Grábrók ehf. er eftir viðskiptin dótturfélag Þórsbergs, en Grábrók gerir út krókabátinn Steinunni BA.

Áhrif félagsins á rekstur Brims voru jákvæð um 0,3 m€. Bókfært verð eignar Brims var 7,5 m€ í árslok 2020.