Brim er meðvitað um hlutverk sitt þegar kemur að fjárfestingum í innviðum og þjónustu í þeim samfélögum þar sem félagið hefur starfsstöðvar. Fjárfestingar félagsins, t.d. á Vopnafirði, þar sem byggð hefur verið upp uppsjávarvinnsla með auknum veiðiheimildum, sýnir að félagið telur slíka fjárfestingu vera mikilvægan grundvöll fyrir því að á Vopnafirði haldist traust búsetuskilyrði til frambúðar. Stór hluti af beinum og óbeinum störfum á svæðinu skapast með starfsemi Brims. Því hefur sveitarfélagið notið stuðning Brims við að hlúa að og efla innviðauppbyggingu og þjónustu í nærsamfélaginu, s.s. í mennta- og menningarmálum, íþróttalífi, þjónustu og samgöngum, svo að fátt eitt sé nefnt.
Brim hefur þrjár skilgreindar starfsstöðvar; í Reykjavík, á Akranesi og á Vopnafirði. Starfsemi félagsins á landsbyggðinni annast að mestu leyti stjórnendur úr viðkomandi nærsamfélagi.